Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30 segjum við frá einu stærsta kókaínsmygli sem komist hefur upp á Íslandi. Fjallað verður um mat Persónuverndar á Klaustursmálinu þar sem Báru Halldórsdóttur er gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna. Rætt verður við lögmenn Báru.

Einnig verður fjallað um uppbyggingu og rekstur Íslendinga á stærsta hitaveitukerfi í heimi í tugum borga í Kína og fjallað verður áfram um dóm á grófu kynferðisbroti sem sagt var frá í gær, þar sem maður þóttist vera annar maður á Snapchat til að brjóta gegn ungri konu, en engin ákvæði eru til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi.

Fjallað verður um árangurinn af átaki til að stytta biðlista eftir liðskiptaaðgerðum en Svandís Svavarsdóttir segir hann ekki ásættanlegan og við skoðum stærstu timburhús landsins sem eiga að rísa við Malarhöfða og í Lágmúla. Húsnæðið verður þakið gróðri.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni útsendingu á Vísi kl. 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.