Innlent

Flugvöllurinn verði farinn úr Vatnsmýri árið 2030

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri.
Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri. Vísir/Vilhelm
Hjálmar Sveins­son, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar og fyrr­ver­andi for­maður skipu­lags- og umhverf­is­ráðs borg­ar­innar, áætlar að Reykjavíkurflugvöllur verði „svo gott sem farinn“ úr Vatnsmýri árið 2030. Hann segist jafnframt vona að borgarflugvöllurinn verði lagður í Hvassahrauni þegar fram líða stundir, sem athuganir bendi til að sé besta staðsetningin.Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Hjálmar að upp­bygg­ingin á fyrr­ver­andi helg­un­ar­svæðum nærri Reykja­vík­ur­flug­velli, til að mynda á Hlíð­ar­enda, sé hluti af umbreyt­ingu Vatns­mýr­ar­innar. Það sé jafnframt vísir að því hvernig notkun svæðisins verður í framtíðinni.Sjá einnig: Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar OslóarHjálmar sótti á dögunum ráðstefnu um borgarskipulag í Ósló, höfuðborg Noregs, ásamt öðrum fulltrúum Reykjavíkurborgar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, var hæstánægður með ráðstefnuna og sagði hana hafa veitt sér mikinn innblástur. „Margt til að taka með heim og halda áfram á að þróa borgina í átt til lífsgæða og betra umhverfis: borg fyrir fólk,“ sagði Dagur.Ljóst er af samtali Hjálmars við Morgunblaðið að hann er einnig innblásinn eftir Noregsferðina.„Helg­un­ar­svæði flug­vall­ar­ins er smátt og smátt að minnka og ég tel engan vafa á því, sér­stak­lega eftir að hafa séð hvernig menn hér í Osló hafa end­ur­nýtt gömul og úr sér gengin iðn­að­ar­svæði, eða svæði fyrir atvinnu­starf­semi sem taka gríð­ar­legt pláss en skapa kannski ekki mörg störf, að flug­völl­ur­inn mun fara úr Vatns­mýri.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.