Innlent

Tugmilljóna tjón á Kleppsbakka eftir að flutningaskip sigldi á bryggjuna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kleppsbakki
Kleppsbakki Mynd/Faxaflóahafnir

Talið er líklegt að tugmilljóna tjón hafi orðið á bryggjunni við Kleppsbakka þegar danska flutningaskipip Naja Arctica sigldi inn í bryggjuna. Mbl.is greindi fyrst frá.

Skipið kom inn til bryggju snemma í morgun en tildrög slyssins eru óljós. Skipið átti að leggja að bryggjunni við Kleppsbakka en af einhverjum ástæðum sigldi skipstjórinn skipinu beint á bryggjuna.

„Hann fer inn í bryggjuna og gerir gat á hana,“ segir Gísli Hallsson, yfirhafnsögumaður hjá Faxaflóahöfnum í samtali við Vísi. Hann segir töluverðar skemmdir hafa orðið á bryggjunni sem muni líklega kosta tugi milljóna að lagfæra. Sá kostnaður muni falli á skipafélagið eða tryggingarfélag þess.

Tjónið verður metið betur á næstu dögum en ljóst er að viðgerð mun taka dágóðann tíma.

Ljóst er að slysið mun hafa einhver áhrif á starfsemi Eimskipa en Kleppsbakki er inn á athafnasvæði félagsins.

„Þetta eru svona sex til átta vikur en það skýrist betur næstu daga,“ segir Gísli.

Lögregla tók skýrslu af skipstjóra skipsins í morgun. Naja Arctica er 9.500 tonna flutningaskip með heimahöfn í Álaborg í Danmörku. Siglir það á vegum Royal Arctic Line með vörur til og frá Grænlandi og Danmörku með viðkomu á Íslandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.