Íslendingar beðnir um að sýna erlendu starfsfólki velvild og þolinmæði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2019 09:00 Skiltið sem Ólöf Hugrún sá og myndaði á N1 í Borgarnesi. ólöf hugrún Bæði olíufélögin N1 og Olís hafa gripið til þess ráðs að setja upp skilti á íslensku á bensín- og þjónustustöðvum sínum þar sem viðskiptavinir eru beðnir um að sýna erlendu starfsfólki þolinmæði og velvild. Hjá báðum fyrirtækjum er þetta gert vegna þess að Íslendingar eiga það til að láta í ljós óánægju sína og gagnrýna starfsfólk fyrir íslenskukunnáttu. Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri í Listaháskóla Íslands, vakti athygli á slíku skilti á Twitter í vikunni en skiltið er uppi á N1 í Borgarnesi. Ólöf segir að þrjú slík skilti hafi verið sjáanleg á afgreiðsluborðum en þau hafi öll verið á íslensku.Jón Viðar Stefánsson er rekstrarstjóri N1.aðsend myndKomið upp að starfsmenn fái gagnrýni fyrir að tala ekki íslensku fullkomlega Í svari við fyrirspurn Vísis segir Jón Viðar Stefánsson, rekstarstjóri N1, að á þeim svæðum þar sem meira sé af erlendu starfsfólki en öðrum hafi þessi skilti verið sett upp til að upplýsa viðskiptavini. „Hjá N1 starfa um 600 manns og erum við það heppin að hafa fólk allsstaðar úr heiminum í okkar liði. Á sumum svæðum er meira af erlendu starfsfólki en öðrum. Á þeim svæðum höfum við sett upp þessi skilti til að upplýsa okkar viðskiptavini. Auk þess bera starfsmenn sem ekki tala íslensku barmmerki sem segir til um það,“ segir í svari Jóns Viðars. Þá bera nýir starfsmenn hjá N1 barmmerki sem upplýsir viðskiptavininn um að viðkomandi sé í þjálfun. „Í langflestum tilfellum sýna viðsiptavinir okkar þessu skilning og þolinmæði en auðvitað hefur það komið upp að starfsmenn fái gagnrýni fyrir það að tala íslensku ekki fullkomlega,“ segir Jón Viðar. Hann segir það einnig oft hafa nýst fyrirtækinu vel að hafa erlenda starfsmenn í vinnu undanfarin ár þegar ferðamönnum hefur fjölgað eins hratt og raun ber vitni. „Enda höfum við starfsfólk hjá okkur sem talar þýsku, frönsku, ensku, spænsku og svo mætti eflaust lengi telja.“Hversu mikið ætli Íslendingar hafi hraunað yfir erlent starfsfólk til að þetta skilti hafi orðið að raunveruleika?pic.twitter.com/xijLsxHOz7 — Ólöf Hugrún (@olofhugrun) May 26, 2019„Umburðarlyndi ekki alltaf nægilegt“ Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Olís, segir framkomu viðskiptavina í garð starfsfólks almennt í fínu lagi. „En staðreyndin er sú að við Íslendingar gerum oft kröfu um að fá þjónustu frá íslenskumælandi fólki. Þráðurinn er misstuttur hjá fólki og umburðarlyndi ekki alltaf nægilegt,“ segir Ragnheiður. Olís hafi sett upp skilti með skilaboðum til viðskiptavina um að sýna erlendu starfsfólki kurteisi og virðingu til að vekja athygli á því að erlendir starfsmenn séu fjölmargir hjá Olís og þeir hafi reynst fyrirtækinu mjög vel. „Við erum að hjálpa þeim að festa rætur í okkar umhverfi og því biðjum við fólk um að umgangast þessa erlendu starfsmenn eins og alla hina Íslendingana sem vinna hjá okkur og sýna þeim sömu virðingu. Þetta er fólk sem reynir eins og það getur að sinna starfi sínu vel og auðvitað er tungumálið vandamál í byrjun en flestir fara á íslenskunámskeið og reyna sitt besta til að falla inn í umhverfið,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Olís.Dapurlegast þegar vart verður við fordóma gagnvart fólki með annað litarhaft Spurð út í það hvort að svona skilti séu víða segir Ragnheiður að fyrir þremur til fjórum árum hafi verslunarstjóri sem var yfir stöð Olís úti á landi sett upp skilti í sínu byggðarlagi. „Þar var óvenju hátt hlutfall af erlendum starfsmönnum á þeirri stöð. Þetta mæltist ágætlega fyrir og fólk tók tillit til þess þannig að við höfum sett þetta þar sem verslunarstjórar hafa óskað eftir því.“ Ragnheiður segir það dapurlegast þegar vart verður við fordóma gagnvart fólki sem er með annað litarhaft en neikvæð framkoma í garð þeirra starfsmanna sé því miður algengari en í garð annarra. „Við erum með töluverðan fjölda starfsmanna af mismunandi þjóðerni og það sitja allir við sama borð hjá okkur,“ segir Ragnheiður en starfsfólk Olís kemur frá nítján mismunandi þjóðlöndum. Þá bendir Ragnheiður á að Olís heiðri árlega starfsfólk fyrir langan starfsaldur. Það er byrjað að heiðra fólk við 10 ára starfsaldur, svo 15 ár og svo koll af kolli. „Og það er gaman að segja frá því að undanfarin tvö ár höfum við heiðrað 11 manns frá Póllandi og Filippseyjum fyrir 10 og 15 ára starf. Þannig að fólk er alveg að stoppa hjá okkur og við viljum gera allt til þess að auðvelda þeim að komast inn í samfélagið okkar,“ segir Ragnheiður. Bensín og olía Innflytjendamál Neytendur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Bæði olíufélögin N1 og Olís hafa gripið til þess ráðs að setja upp skilti á íslensku á bensín- og þjónustustöðvum sínum þar sem viðskiptavinir eru beðnir um að sýna erlendu starfsfólki þolinmæði og velvild. Hjá báðum fyrirtækjum er þetta gert vegna þess að Íslendingar eiga það til að láta í ljós óánægju sína og gagnrýna starfsfólk fyrir íslenskukunnáttu. Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri í Listaháskóla Íslands, vakti athygli á slíku skilti á Twitter í vikunni en skiltið er uppi á N1 í Borgarnesi. Ólöf segir að þrjú slík skilti hafi verið sjáanleg á afgreiðsluborðum en þau hafi öll verið á íslensku.Jón Viðar Stefánsson er rekstrarstjóri N1.aðsend myndKomið upp að starfsmenn fái gagnrýni fyrir að tala ekki íslensku fullkomlega Í svari við fyrirspurn Vísis segir Jón Viðar Stefánsson, rekstarstjóri N1, að á þeim svæðum þar sem meira sé af erlendu starfsfólki en öðrum hafi þessi skilti verið sett upp til að upplýsa viðskiptavini. „Hjá N1 starfa um 600 manns og erum við það heppin að hafa fólk allsstaðar úr heiminum í okkar liði. Á sumum svæðum er meira af erlendu starfsfólki en öðrum. Á þeim svæðum höfum við sett upp þessi skilti til að upplýsa okkar viðskiptavini. Auk þess bera starfsmenn sem ekki tala íslensku barmmerki sem segir til um það,“ segir í svari Jóns Viðars. Þá bera nýir starfsmenn hjá N1 barmmerki sem upplýsir viðskiptavininn um að viðkomandi sé í þjálfun. „Í langflestum tilfellum sýna viðsiptavinir okkar þessu skilning og þolinmæði en auðvitað hefur það komið upp að starfsmenn fái gagnrýni fyrir það að tala íslensku ekki fullkomlega,“ segir Jón Viðar. Hann segir það einnig oft hafa nýst fyrirtækinu vel að hafa erlenda starfsmenn í vinnu undanfarin ár þegar ferðamönnum hefur fjölgað eins hratt og raun ber vitni. „Enda höfum við starfsfólk hjá okkur sem talar þýsku, frönsku, ensku, spænsku og svo mætti eflaust lengi telja.“Hversu mikið ætli Íslendingar hafi hraunað yfir erlent starfsfólk til að þetta skilti hafi orðið að raunveruleika?pic.twitter.com/xijLsxHOz7 — Ólöf Hugrún (@olofhugrun) May 26, 2019„Umburðarlyndi ekki alltaf nægilegt“ Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Olís, segir framkomu viðskiptavina í garð starfsfólks almennt í fínu lagi. „En staðreyndin er sú að við Íslendingar gerum oft kröfu um að fá þjónustu frá íslenskumælandi fólki. Þráðurinn er misstuttur hjá fólki og umburðarlyndi ekki alltaf nægilegt,“ segir Ragnheiður. Olís hafi sett upp skilti með skilaboðum til viðskiptavina um að sýna erlendu starfsfólki kurteisi og virðingu til að vekja athygli á því að erlendir starfsmenn séu fjölmargir hjá Olís og þeir hafi reynst fyrirtækinu mjög vel. „Við erum að hjálpa þeim að festa rætur í okkar umhverfi og því biðjum við fólk um að umgangast þessa erlendu starfsmenn eins og alla hina Íslendingana sem vinna hjá okkur og sýna þeim sömu virðingu. Þetta er fólk sem reynir eins og það getur að sinna starfi sínu vel og auðvitað er tungumálið vandamál í byrjun en flestir fara á íslenskunámskeið og reyna sitt besta til að falla inn í umhverfið,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Olís.Dapurlegast þegar vart verður við fordóma gagnvart fólki með annað litarhaft Spurð út í það hvort að svona skilti séu víða segir Ragnheiður að fyrir þremur til fjórum árum hafi verslunarstjóri sem var yfir stöð Olís úti á landi sett upp skilti í sínu byggðarlagi. „Þar var óvenju hátt hlutfall af erlendum starfsmönnum á þeirri stöð. Þetta mæltist ágætlega fyrir og fólk tók tillit til þess þannig að við höfum sett þetta þar sem verslunarstjórar hafa óskað eftir því.“ Ragnheiður segir það dapurlegast þegar vart verður við fordóma gagnvart fólki sem er með annað litarhaft en neikvæð framkoma í garð þeirra starfsmanna sé því miður algengari en í garð annarra. „Við erum með töluverðan fjölda starfsmanna af mismunandi þjóðerni og það sitja allir við sama borð hjá okkur,“ segir Ragnheiður en starfsfólk Olís kemur frá nítján mismunandi þjóðlöndum. Þá bendir Ragnheiður á að Olís heiðri árlega starfsfólk fyrir langan starfsaldur. Það er byrjað að heiðra fólk við 10 ára starfsaldur, svo 15 ár og svo koll af kolli. „Og það er gaman að segja frá því að undanfarin tvö ár höfum við heiðrað 11 manns frá Póllandi og Filippseyjum fyrir 10 og 15 ára starf. Þannig að fólk er alveg að stoppa hjá okkur og við viljum gera allt til þess að auðvelda þeim að komast inn í samfélagið okkar,“ segir Ragnheiður.
Bensín og olía Innflytjendamál Neytendur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent