Lífið

98,4 prósent áhorf á Eurovision hér á landi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hatari á sviðinu í Tel Aviv.
Hatari á sviðinu í Tel Aviv.

Íslendingar eru sannarlega hrifnir ef Eurovision-keppninni en áhorfið á úrslitakvöldið þann 18. maí mældist 98,4 prósent. EBU greinir frá.

Það er það mesta í Evrópu en alls horfðu 182 milljónir á keppnina á 40 sjónvarpsstöðvum.

4,5 milljónir Hollendinga horfðu á keppnina en Duncan Laurence vann keppnina fyrir þeirra hönd. Það mun vera 73,4 prósent áhorf.

3,4 milljónir Ítala sáu keppnina. Áhorfið hér á landi mældist meira árið 2014 þegar Pollapönk komst áfram í úrslit en þá var áhorfið 98,6 prósent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.