Innlent

Kjötfrumvarp úr nefnd

Ari Brynjólfsson skrifar
Halla Signý hefur áhyggjur af sýklalyfjaónæmi.
Halla Signý hefur áhyggjur af sýklalyfjaónæmi. Fréttablaðið/Ernir
Frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á fersku kjöti var afgreitt út úr atvinnuveganefnd í gærkvöldi. Nefndarálit og hugsanlegar breytingartillögur lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun.

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og annar varaformaður nefndarinnar, sagði fyrir nefndafundinn að verið væri að leita leiða til að mæta þeim áskorunum sem málinu fylgdu.

„Sýklalyfjaónæmar bakteríur eru ein mesta ógn samtímans. Í dag liggja þrír inni á Landspítalanum með þannig bakteríur. Við verðum að bregðast við og þora því.“

Leita þurfi leiða til að banna dreifingu á matvælum sem innihalda ákveðnar tegundir sýklalyfjaónæmra baktería, alveg eins og gert sé innanlands þegar salmonella greinist.

„Vísindaheimurinn er að þróa aðferðir til að taka og greina svona sýni á ódýrari og skilvirkari hátt. Þetta snýst ekki bara um að vernda innlenda framleiðslu, þetta snýst líka um heilsu þjóðarinnar og að íslenskur landbúnaður keppi á jafnvægisgrundvelli.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×