Ráðherrar kynntu aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmum bakteríum Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2019 20:00 Íslensk stjórnvöld kynntu í dag aðgerðir til að vinna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Koma á í veg fyrir dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur sem á bæði við um kjöt og grænmeti. Í dag er talið að tæp milljón manns deyji árlega af völdum þessarra baktería og að allt að tíu milljón manns geti fallið vegna þeirra á næstu áratugum ef ekkert verði að gert. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá því á sameiginlegum fréttamannafundi með heilbrigðisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra að Keldum í dag að ríkisstjórnin hefði samþykkt aðgerðir í málaflokknum að tillögu heilbrigðisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meðal annars verður myndað teymi fimm sérfræðinga þvert á stofnanir sem helgar sig vörnum gegn sýklaofnæmi, stofnaður verður sýklaofnæmissjóður sem greiði fyrir skimun og vöktun á sýklaónæmi í dýrum, matvælum, umhverfi og fóðri og útbúnar verði viðbragðsáætlanir svo eitthvað sé nefnt. „Síðan erum við að sjálfsögðu að líta til aukinnar fræðslu og vitundarvakningar um þessi mál. Því þau eru margþætt og þau lúta ekki bara að matvælum. Ekki bara að komu ferðamanna þau snúast líka um sýklalyfjanotkun,“ segir Katrín. Sýklalyfjanotkun í íslenskum landbúnaði er með því minnsta sem þekkist í heiminum og ónæmar bakteríur fátíðari hér en víðast annars staðar og leggja ráðherrarnir áherslu á að halda þeirri forystu. Sigurður Ingi Jóhannasson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir málið bæði snúa að heilbrigði dýra og manna og ímynd landsins. „Alþjóðaheilbrigðisráðið hefur einfaldlega sagt að þetta sé stærsta ógn 21. aldarinnar. Að um 2050 muni jafnmargir látast úr þessu og úr krabbameini, eða tíu til tólf milljónir manna,“ segir Sigurður Ingi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að unnið sé að vörnum þvert á ráðuneyti og stofnanir. „Nálgunin er í raun og veru sú að þetta spili alltaf saman; heilsa dýra og manna. Þetta er ein stærsta heilbrigðisógn aldarinnar ef marka má heilbrigðismálastofnunina og við verðum að hlýða á það. Við erum partur af ýmsum alþjóðlegum kerfum í því að reisa við þessu skorður,“ segir Svandís. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það ekki í andstöðu við þessi markmið að heimila innflutning á fersku kjöti samkvæmt samningsskuldbindingum. Sýklalyfjaónæmar bakteríur leynist í frosnu jafnt sem ófrosnu kjöti sem drepist við steikingu og suðu en einnig í hráu grænmeti. Þá geti íslenskir jafnt sem og aðrir ferðamenn smitast af þeim um allan heim. „Þannig að við þurfum að byggja upp getu til þess að takast á við það vandamál sem leiðir af sér á veraldarvísu að sýklalyfjaónæmum bakteríum er að fjölga. Þær eru að verða sterkari en þær voru. Við þurfum eins og aðrar þjóðar að byggja upp aðgerðir í því skyni að berjast við þá ógn,“ segir Kristján Þór. Heilbrigðismál Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Íslensk stjórnvöld kynntu í dag aðgerðir til að vinna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Koma á í veg fyrir dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur sem á bæði við um kjöt og grænmeti. Í dag er talið að tæp milljón manns deyji árlega af völdum þessarra baktería og að allt að tíu milljón manns geti fallið vegna þeirra á næstu áratugum ef ekkert verði að gert. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá því á sameiginlegum fréttamannafundi með heilbrigðisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra að Keldum í dag að ríkisstjórnin hefði samþykkt aðgerðir í málaflokknum að tillögu heilbrigðisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meðal annars verður myndað teymi fimm sérfræðinga þvert á stofnanir sem helgar sig vörnum gegn sýklaofnæmi, stofnaður verður sýklaofnæmissjóður sem greiði fyrir skimun og vöktun á sýklaónæmi í dýrum, matvælum, umhverfi og fóðri og útbúnar verði viðbragðsáætlanir svo eitthvað sé nefnt. „Síðan erum við að sjálfsögðu að líta til aukinnar fræðslu og vitundarvakningar um þessi mál. Því þau eru margþætt og þau lúta ekki bara að matvælum. Ekki bara að komu ferðamanna þau snúast líka um sýklalyfjanotkun,“ segir Katrín. Sýklalyfjanotkun í íslenskum landbúnaði er með því minnsta sem þekkist í heiminum og ónæmar bakteríur fátíðari hér en víðast annars staðar og leggja ráðherrarnir áherslu á að halda þeirri forystu. Sigurður Ingi Jóhannasson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir málið bæði snúa að heilbrigði dýra og manna og ímynd landsins. „Alþjóðaheilbrigðisráðið hefur einfaldlega sagt að þetta sé stærsta ógn 21. aldarinnar. Að um 2050 muni jafnmargir látast úr þessu og úr krabbameini, eða tíu til tólf milljónir manna,“ segir Sigurður Ingi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að unnið sé að vörnum þvert á ráðuneyti og stofnanir. „Nálgunin er í raun og veru sú að þetta spili alltaf saman; heilsa dýra og manna. Þetta er ein stærsta heilbrigðisógn aldarinnar ef marka má heilbrigðismálastofnunina og við verðum að hlýða á það. Við erum partur af ýmsum alþjóðlegum kerfum í því að reisa við þessu skorður,“ segir Svandís. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það ekki í andstöðu við þessi markmið að heimila innflutning á fersku kjöti samkvæmt samningsskuldbindingum. Sýklalyfjaónæmar bakteríur leynist í frosnu jafnt sem ófrosnu kjöti sem drepist við steikingu og suðu en einnig í hráu grænmeti. Þá geti íslenskir jafnt sem og aðrir ferðamenn smitast af þeim um allan heim. „Þannig að við þurfum að byggja upp getu til þess að takast á við það vandamál sem leiðir af sér á veraldarvísu að sýklalyfjaónæmum bakteríum er að fjölga. Þær eru að verða sterkari en þær voru. Við þurfum eins og aðrar þjóðar að byggja upp aðgerðir í því skyni að berjast við þá ógn,“ segir Kristján Þór.
Heilbrigðismál Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira