Ráðherrar kynntu aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmum bakteríum Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2019 20:00 Íslensk stjórnvöld kynntu í dag aðgerðir til að vinna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Koma á í veg fyrir dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur sem á bæði við um kjöt og grænmeti. Í dag er talið að tæp milljón manns deyji árlega af völdum þessarra baktería og að allt að tíu milljón manns geti fallið vegna þeirra á næstu áratugum ef ekkert verði að gert. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá því á sameiginlegum fréttamannafundi með heilbrigðisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra að Keldum í dag að ríkisstjórnin hefði samþykkt aðgerðir í málaflokknum að tillögu heilbrigðisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meðal annars verður myndað teymi fimm sérfræðinga þvert á stofnanir sem helgar sig vörnum gegn sýklaofnæmi, stofnaður verður sýklaofnæmissjóður sem greiði fyrir skimun og vöktun á sýklaónæmi í dýrum, matvælum, umhverfi og fóðri og útbúnar verði viðbragðsáætlanir svo eitthvað sé nefnt. „Síðan erum við að sjálfsögðu að líta til aukinnar fræðslu og vitundarvakningar um þessi mál. Því þau eru margþætt og þau lúta ekki bara að matvælum. Ekki bara að komu ferðamanna þau snúast líka um sýklalyfjanotkun,“ segir Katrín. Sýklalyfjanotkun í íslenskum landbúnaði er með því minnsta sem þekkist í heiminum og ónæmar bakteríur fátíðari hér en víðast annars staðar og leggja ráðherrarnir áherslu á að halda þeirri forystu. Sigurður Ingi Jóhannasson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir málið bæði snúa að heilbrigði dýra og manna og ímynd landsins. „Alþjóðaheilbrigðisráðið hefur einfaldlega sagt að þetta sé stærsta ógn 21. aldarinnar. Að um 2050 muni jafnmargir látast úr þessu og úr krabbameini, eða tíu til tólf milljónir manna,“ segir Sigurður Ingi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að unnið sé að vörnum þvert á ráðuneyti og stofnanir. „Nálgunin er í raun og veru sú að þetta spili alltaf saman; heilsa dýra og manna. Þetta er ein stærsta heilbrigðisógn aldarinnar ef marka má heilbrigðismálastofnunina og við verðum að hlýða á það. Við erum partur af ýmsum alþjóðlegum kerfum í því að reisa við þessu skorður,“ segir Svandís. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það ekki í andstöðu við þessi markmið að heimila innflutning á fersku kjöti samkvæmt samningsskuldbindingum. Sýklalyfjaónæmar bakteríur leynist í frosnu jafnt sem ófrosnu kjöti sem drepist við steikingu og suðu en einnig í hráu grænmeti. Þá geti íslenskir jafnt sem og aðrir ferðamenn smitast af þeim um allan heim. „Þannig að við þurfum að byggja upp getu til þess að takast á við það vandamál sem leiðir af sér á veraldarvísu að sýklalyfjaónæmum bakteríum er að fjölga. Þær eru að verða sterkari en þær voru. Við þurfum eins og aðrar þjóðar að byggja upp aðgerðir í því skyni að berjast við þá ógn,“ segir Kristján Þór. Heilbrigðismál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld kynntu í dag aðgerðir til að vinna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Koma á í veg fyrir dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur sem á bæði við um kjöt og grænmeti. Í dag er talið að tæp milljón manns deyji árlega af völdum þessarra baktería og að allt að tíu milljón manns geti fallið vegna þeirra á næstu áratugum ef ekkert verði að gert. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá því á sameiginlegum fréttamannafundi með heilbrigðisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra að Keldum í dag að ríkisstjórnin hefði samþykkt aðgerðir í málaflokknum að tillögu heilbrigðisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meðal annars verður myndað teymi fimm sérfræðinga þvert á stofnanir sem helgar sig vörnum gegn sýklaofnæmi, stofnaður verður sýklaofnæmissjóður sem greiði fyrir skimun og vöktun á sýklaónæmi í dýrum, matvælum, umhverfi og fóðri og útbúnar verði viðbragðsáætlanir svo eitthvað sé nefnt. „Síðan erum við að sjálfsögðu að líta til aukinnar fræðslu og vitundarvakningar um þessi mál. Því þau eru margþætt og þau lúta ekki bara að matvælum. Ekki bara að komu ferðamanna þau snúast líka um sýklalyfjanotkun,“ segir Katrín. Sýklalyfjanotkun í íslenskum landbúnaði er með því minnsta sem þekkist í heiminum og ónæmar bakteríur fátíðari hér en víðast annars staðar og leggja ráðherrarnir áherslu á að halda þeirri forystu. Sigurður Ingi Jóhannasson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir málið bæði snúa að heilbrigði dýra og manna og ímynd landsins. „Alþjóðaheilbrigðisráðið hefur einfaldlega sagt að þetta sé stærsta ógn 21. aldarinnar. Að um 2050 muni jafnmargir látast úr þessu og úr krabbameini, eða tíu til tólf milljónir manna,“ segir Sigurður Ingi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að unnið sé að vörnum þvert á ráðuneyti og stofnanir. „Nálgunin er í raun og veru sú að þetta spili alltaf saman; heilsa dýra og manna. Þetta er ein stærsta heilbrigðisógn aldarinnar ef marka má heilbrigðismálastofnunina og við verðum að hlýða á það. Við erum partur af ýmsum alþjóðlegum kerfum í því að reisa við þessu skorður,“ segir Svandís. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það ekki í andstöðu við þessi markmið að heimila innflutning á fersku kjöti samkvæmt samningsskuldbindingum. Sýklalyfjaónæmar bakteríur leynist í frosnu jafnt sem ófrosnu kjöti sem drepist við steikingu og suðu en einnig í hráu grænmeti. Þá geti íslenskir jafnt sem og aðrir ferðamenn smitast af þeim um allan heim. „Þannig að við þurfum að byggja upp getu til þess að takast á við það vandamál sem leiðir af sér á veraldarvísu að sýklalyfjaónæmum bakteríum er að fjölga. Þær eru að verða sterkari en þær voru. Við þurfum eins og aðrar þjóðar að byggja upp aðgerðir í því skyni að berjast við þá ógn,“ segir Kristján Þór.
Heilbrigðismál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum