Hvorki málþóf Miðflokksmanna né klæðaburður Pírata sem veldur vantrausti á Alþingi Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 21:37 Helgi Hrafn Gunnarsson er þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði að lítið traust til Alþingis í samfélaginu væri ekki málþófi Miðflokksins að kenna að klæðaburði Pírata. Rótgróin, háheilög íhaldssemi heldur aftur af þróun Alþingis og lýðræðisins sjálfs. „Þessi sjúklega forneskju- og hefðardýrkun sem upphefur hluti sem skipta ekki máli á kostnað þeirra sem gera það,“ sagði Helgi Hrafn í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðu Alþingis. Helgi sagðist ekki ætla að ræða þriðja orkupakkann en sagði að í þeirri umræðu kristallast nákvæmlega þessi vandi. „Áhyggjur af þriðja orkupakkanum eru í reynd áhyggjur af eignarhaldi og nýtingarrétti yfir auðlindum, framsali ríkisvalds, samhæfi við stjórnarskrá og rétti þjóðarinnar til að grípa inn í mál sem Alþingi hefur samþykkt. Þetta eru atriði sem hafa verið í deiglunni áratugum saman. Er nema von að fólk vantreysti Alþingi þegar jafn smávægilegt mál og þriðji orkupakkinn er farinn að snúast um stjórnarskrárbreytingar sem Alþingi hefur trassað frá stofnun lýðveldisins?“ spurði Helgi Hrafn. Hann nefndi að samfélagið þróist hratt, fólk skelli upp fjarfundi með símanum sínum með engum fyrirvara og greiðir atkvæði yfir Internetið í félagasamtökum. Íslendingar auðkenni sig í gegnum netið, verslar í gegnum netið, skiptir um lögheimili og nær í menntunarvottorð sín á miðlægu svæði frá yfirvöldum. „En svo nýtir fólk tæknina til að líta á hvað Alþingi sé að gera, og sér þetta. Jú, þetta er fallegur þingsalur og væri afskaplega fallegt safn. En þessi hefðarinnar dýrðarljómi sem fólk sér í honum endurspeglast ekki í því hvernig Alþingi virkar. Raunveruleg virðing fyrir Alþingi krefst þess að Alþingi breytist í takt við tímann, í andstöðu við íhaldssemina sem heldur aftur af því,“ sagði Helgi Hrafn. Hann sagði fortíðina glataða en nútímann góðan. „Og það litla sem við getum sagt með vissu um framtíðina, er að hún kemur. Ég legg til að Alþingi taki á móti henni með opnum hug, brosi á vör og hlýju í hjarta og að lokum legg ég til að fundir fastanefnda Alþingis verði að jafnaði opnir.“ Alþingi Píratar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði að lítið traust til Alþingis í samfélaginu væri ekki málþófi Miðflokksins að kenna að klæðaburði Pírata. Rótgróin, háheilög íhaldssemi heldur aftur af þróun Alþingis og lýðræðisins sjálfs. „Þessi sjúklega forneskju- og hefðardýrkun sem upphefur hluti sem skipta ekki máli á kostnað þeirra sem gera það,“ sagði Helgi Hrafn í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðu Alþingis. Helgi sagðist ekki ætla að ræða þriðja orkupakkann en sagði að í þeirri umræðu kristallast nákvæmlega þessi vandi. „Áhyggjur af þriðja orkupakkanum eru í reynd áhyggjur af eignarhaldi og nýtingarrétti yfir auðlindum, framsali ríkisvalds, samhæfi við stjórnarskrá og rétti þjóðarinnar til að grípa inn í mál sem Alþingi hefur samþykkt. Þetta eru atriði sem hafa verið í deiglunni áratugum saman. Er nema von að fólk vantreysti Alþingi þegar jafn smávægilegt mál og þriðji orkupakkinn er farinn að snúast um stjórnarskrárbreytingar sem Alþingi hefur trassað frá stofnun lýðveldisins?“ spurði Helgi Hrafn. Hann nefndi að samfélagið þróist hratt, fólk skelli upp fjarfundi með símanum sínum með engum fyrirvara og greiðir atkvæði yfir Internetið í félagasamtökum. Íslendingar auðkenni sig í gegnum netið, verslar í gegnum netið, skiptir um lögheimili og nær í menntunarvottorð sín á miðlægu svæði frá yfirvöldum. „En svo nýtir fólk tæknina til að líta á hvað Alþingi sé að gera, og sér þetta. Jú, þetta er fallegur þingsalur og væri afskaplega fallegt safn. En þessi hefðarinnar dýrðarljómi sem fólk sér í honum endurspeglast ekki í því hvernig Alþingi virkar. Raunveruleg virðing fyrir Alþingi krefst þess að Alþingi breytist í takt við tímann, í andstöðu við íhaldssemina sem heldur aftur af því,“ sagði Helgi Hrafn. Hann sagði fortíðina glataða en nútímann góðan. „Og það litla sem við getum sagt með vissu um framtíðina, er að hún kemur. Ég legg til að Alþingi taki á móti henni með opnum hug, brosi á vör og hlýju í hjarta og að lokum legg ég til að fundir fastanefnda Alþingis verði að jafnaði opnir.“
Alþingi Píratar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira