„Lygilegri sveifla en orð fá lýst“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. maí 2019 07:40 Hitakort veðurstofunnar fyrir næstkomandi lítur ansi vel út eftir kuldann síðustu daga. veðurstofa íslands Eins og landsmenn hafa eflaust orðið varir við þá hefur verið ansi kalt síðustu daga á landinu enda norðanáttin ríkjandi. Það ætti þó að hlýna í næstu viku og verða raunar veruleg umskipti í veðrinu þegar hitaskil fara norður yfir land nú á mánudaginn. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um þessi umskipti í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann frá því að vorkuldinn muni ná hámarki á morgun, laugardag, þar sem meira heimskautaloft sé á leiðinni til okkar. Þá sé hægt að tala um raunverulegt hret þar sem verður éljamugga víða norðan og norðaustan til, einnig á láglendi og fram á sunnudagsmorgun. „Á fyrra kortinu af Brunni Veðurstofunnar má sjá töluna 14. Hún er vísir um mesta frostið í 850 hPa þrýstifletinum eða um 1.300 m hæð kl. 6 á laugardagsmorgunn. Spáð er fjögurra til sjö stiga frosti við yfirborð og á láglendi þessu samfara norðan- og austanlands. Blika.is spáir -6 á Egilsstöðum snemma á laugardag. En hvað gerist svo ? Hitaskil ryðjast norður yfir land á mánudag og umskiptin veruleg. Á miðvikudag, 15. maí er á þessum sömu slóðum spáð +10°C þarna við Austurland. Það er hvorki meira né minna en það heitasta sem verður á þessum árstíma? Hlýnar um 24 stig í lofti (850 hPa þrýstifletinum) á ekki lengri tíma en 4 sólarhringum. Þetta er lygilegri sveifla en orð fá lýst. Háþrýstisvæði er spáð yfir eða hér og lítið um ský í landvind eystra. Þegar nýi snjórinn verður að fullu farinn má gera ráð fyrir allt 20 stiga hita þar sem hlýjast verður við þessi skilyrði,“ segir í færslu Einars sem má sjá í heild hér fyrir neðan.Veðurhorfur á landinu:Norðlæg átt, 5-10 m/s. Él N- og A-lands, einkum við sjávarsíðuna, annars skýjað með köflum eða bjartviðri, en skúrir SA-til seinni partinn. Norðvestan 10-15 NA-til á morgun, en annars hægari norðanátt og él á N-verðu landinu, en léttskýjað syðra. Hiti 2 til 9 stig að deginum, mildast syðst, en víða næturfrost, einkum inn til landsins.Á laugardag:Norvestan 10-18 m/s NA-lands, hvassast á annesjum, en annars N-læg átt, 5-13. Él N-til og vægt frost, en léttskýjað og hiti 3 til 8 stig fyrir sunnan.Á sunnudag:Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en vaxandi austanátt og þykknar upp eftir hádegi, 10-18 m/s og fer að rigna S-lands um kvöldið og hlýnar heldur.Á mánudag:Ákveðin sunnan- og suðaustanátt og víða talsverð rigning, en hægari og styttir upp síðdegis. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast fyrir norðan.Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:Hlýjar sunnanáttir með lítilsháttar vætu S- og V-lands, en annars þurrt og bjart að mestu. Veður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Eins og landsmenn hafa eflaust orðið varir við þá hefur verið ansi kalt síðustu daga á landinu enda norðanáttin ríkjandi. Það ætti þó að hlýna í næstu viku og verða raunar veruleg umskipti í veðrinu þegar hitaskil fara norður yfir land nú á mánudaginn. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um þessi umskipti í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann frá því að vorkuldinn muni ná hámarki á morgun, laugardag, þar sem meira heimskautaloft sé á leiðinni til okkar. Þá sé hægt að tala um raunverulegt hret þar sem verður éljamugga víða norðan og norðaustan til, einnig á láglendi og fram á sunnudagsmorgun. „Á fyrra kortinu af Brunni Veðurstofunnar má sjá töluna 14. Hún er vísir um mesta frostið í 850 hPa þrýstifletinum eða um 1.300 m hæð kl. 6 á laugardagsmorgunn. Spáð er fjögurra til sjö stiga frosti við yfirborð og á láglendi þessu samfara norðan- og austanlands. Blika.is spáir -6 á Egilsstöðum snemma á laugardag. En hvað gerist svo ? Hitaskil ryðjast norður yfir land á mánudag og umskiptin veruleg. Á miðvikudag, 15. maí er á þessum sömu slóðum spáð +10°C þarna við Austurland. Það er hvorki meira né minna en það heitasta sem verður á þessum árstíma? Hlýnar um 24 stig í lofti (850 hPa þrýstifletinum) á ekki lengri tíma en 4 sólarhringum. Þetta er lygilegri sveifla en orð fá lýst. Háþrýstisvæði er spáð yfir eða hér og lítið um ský í landvind eystra. Þegar nýi snjórinn verður að fullu farinn má gera ráð fyrir allt 20 stiga hita þar sem hlýjast verður við þessi skilyrði,“ segir í færslu Einars sem má sjá í heild hér fyrir neðan.Veðurhorfur á landinu:Norðlæg átt, 5-10 m/s. Él N- og A-lands, einkum við sjávarsíðuna, annars skýjað með köflum eða bjartviðri, en skúrir SA-til seinni partinn. Norðvestan 10-15 NA-til á morgun, en annars hægari norðanátt og él á N-verðu landinu, en léttskýjað syðra. Hiti 2 til 9 stig að deginum, mildast syðst, en víða næturfrost, einkum inn til landsins.Á laugardag:Norvestan 10-18 m/s NA-lands, hvassast á annesjum, en annars N-læg átt, 5-13. Él N-til og vægt frost, en léttskýjað og hiti 3 til 8 stig fyrir sunnan.Á sunnudag:Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en vaxandi austanátt og þykknar upp eftir hádegi, 10-18 m/s og fer að rigna S-lands um kvöldið og hlýnar heldur.Á mánudag:Ákveðin sunnan- og suðaustanátt og víða talsverð rigning, en hægari og styttir upp síðdegis. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast fyrir norðan.Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:Hlýjar sunnanáttir með lítilsháttar vætu S- og V-lands, en annars þurrt og bjart að mestu.
Veður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira