„Lygilegri sveifla en orð fá lýst“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. maí 2019 07:40 Hitakort veðurstofunnar fyrir næstkomandi lítur ansi vel út eftir kuldann síðustu daga. veðurstofa íslands Eins og landsmenn hafa eflaust orðið varir við þá hefur verið ansi kalt síðustu daga á landinu enda norðanáttin ríkjandi. Það ætti þó að hlýna í næstu viku og verða raunar veruleg umskipti í veðrinu þegar hitaskil fara norður yfir land nú á mánudaginn. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um þessi umskipti í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann frá því að vorkuldinn muni ná hámarki á morgun, laugardag, þar sem meira heimskautaloft sé á leiðinni til okkar. Þá sé hægt að tala um raunverulegt hret þar sem verður éljamugga víða norðan og norðaustan til, einnig á láglendi og fram á sunnudagsmorgun. „Á fyrra kortinu af Brunni Veðurstofunnar má sjá töluna 14. Hún er vísir um mesta frostið í 850 hPa þrýstifletinum eða um 1.300 m hæð kl. 6 á laugardagsmorgunn. Spáð er fjögurra til sjö stiga frosti við yfirborð og á láglendi þessu samfara norðan- og austanlands. Blika.is spáir -6 á Egilsstöðum snemma á laugardag. En hvað gerist svo ? Hitaskil ryðjast norður yfir land á mánudag og umskiptin veruleg. Á miðvikudag, 15. maí er á þessum sömu slóðum spáð +10°C þarna við Austurland. Það er hvorki meira né minna en það heitasta sem verður á þessum árstíma? Hlýnar um 24 stig í lofti (850 hPa þrýstifletinum) á ekki lengri tíma en 4 sólarhringum. Þetta er lygilegri sveifla en orð fá lýst. Háþrýstisvæði er spáð yfir eða hér og lítið um ský í landvind eystra. Þegar nýi snjórinn verður að fullu farinn má gera ráð fyrir allt 20 stiga hita þar sem hlýjast verður við þessi skilyrði,“ segir í færslu Einars sem má sjá í heild hér fyrir neðan.Veðurhorfur á landinu:Norðlæg átt, 5-10 m/s. Él N- og A-lands, einkum við sjávarsíðuna, annars skýjað með köflum eða bjartviðri, en skúrir SA-til seinni partinn. Norðvestan 10-15 NA-til á morgun, en annars hægari norðanátt og él á N-verðu landinu, en léttskýjað syðra. Hiti 2 til 9 stig að deginum, mildast syðst, en víða næturfrost, einkum inn til landsins.Á laugardag:Norvestan 10-18 m/s NA-lands, hvassast á annesjum, en annars N-læg átt, 5-13. Él N-til og vægt frost, en léttskýjað og hiti 3 til 8 stig fyrir sunnan.Á sunnudag:Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en vaxandi austanátt og þykknar upp eftir hádegi, 10-18 m/s og fer að rigna S-lands um kvöldið og hlýnar heldur.Á mánudag:Ákveðin sunnan- og suðaustanátt og víða talsverð rigning, en hægari og styttir upp síðdegis. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast fyrir norðan.Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:Hlýjar sunnanáttir með lítilsháttar vætu S- og V-lands, en annars þurrt og bjart að mestu. Veður Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Eins og landsmenn hafa eflaust orðið varir við þá hefur verið ansi kalt síðustu daga á landinu enda norðanáttin ríkjandi. Það ætti þó að hlýna í næstu viku og verða raunar veruleg umskipti í veðrinu þegar hitaskil fara norður yfir land nú á mánudaginn. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um þessi umskipti í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann frá því að vorkuldinn muni ná hámarki á morgun, laugardag, þar sem meira heimskautaloft sé á leiðinni til okkar. Þá sé hægt að tala um raunverulegt hret þar sem verður éljamugga víða norðan og norðaustan til, einnig á láglendi og fram á sunnudagsmorgun. „Á fyrra kortinu af Brunni Veðurstofunnar má sjá töluna 14. Hún er vísir um mesta frostið í 850 hPa þrýstifletinum eða um 1.300 m hæð kl. 6 á laugardagsmorgunn. Spáð er fjögurra til sjö stiga frosti við yfirborð og á láglendi þessu samfara norðan- og austanlands. Blika.is spáir -6 á Egilsstöðum snemma á laugardag. En hvað gerist svo ? Hitaskil ryðjast norður yfir land á mánudag og umskiptin veruleg. Á miðvikudag, 15. maí er á þessum sömu slóðum spáð +10°C þarna við Austurland. Það er hvorki meira né minna en það heitasta sem verður á þessum árstíma? Hlýnar um 24 stig í lofti (850 hPa þrýstifletinum) á ekki lengri tíma en 4 sólarhringum. Þetta er lygilegri sveifla en orð fá lýst. Háþrýstisvæði er spáð yfir eða hér og lítið um ský í landvind eystra. Þegar nýi snjórinn verður að fullu farinn má gera ráð fyrir allt 20 stiga hita þar sem hlýjast verður við þessi skilyrði,“ segir í færslu Einars sem má sjá í heild hér fyrir neðan.Veðurhorfur á landinu:Norðlæg átt, 5-10 m/s. Él N- og A-lands, einkum við sjávarsíðuna, annars skýjað með köflum eða bjartviðri, en skúrir SA-til seinni partinn. Norðvestan 10-15 NA-til á morgun, en annars hægari norðanátt og él á N-verðu landinu, en léttskýjað syðra. Hiti 2 til 9 stig að deginum, mildast syðst, en víða næturfrost, einkum inn til landsins.Á laugardag:Norvestan 10-18 m/s NA-lands, hvassast á annesjum, en annars N-læg átt, 5-13. Él N-til og vægt frost, en léttskýjað og hiti 3 til 8 stig fyrir sunnan.Á sunnudag:Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en vaxandi austanátt og þykknar upp eftir hádegi, 10-18 m/s og fer að rigna S-lands um kvöldið og hlýnar heldur.Á mánudag:Ákveðin sunnan- og suðaustanátt og víða talsverð rigning, en hægari og styttir upp síðdegis. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast fyrir norðan.Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:Hlýjar sunnanáttir með lítilsháttar vætu S- og V-lands, en annars þurrt og bjart að mestu.
Veður Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira