Ruslamál í Öræfunum ófullnægjandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. maí 2019 14:00 Margrét Gauja Magnúsdóttir, hótelstjóri í Skaftafelli og fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hótelstjóri í Skaftafelli segir að ruslamál í Öræfunum séu ófullnægjandi. Engin grenndarstöð sé á svæðinu þrátt fyrir yfir 500 gistirými og fjölda ferðaþjónustuaðila. Reynt hafi verið að vekja athygli sveitarfélagsins á málinu sem skilji öræfin út undan í aðgerðum sínum í umhverfismálum. Margrét Gauja Magnúsdóttir, hótelstjóri í Skaftafelli og fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á málinu á Facebook síðu sinni í gær. Hún segir að ruslamál í öræfunum séu ekki í lagi. „Þrátt fyrir alla starfsemina sem er hér í gangi er ekki grenndarstöð,“ segir Margrét Gauja og bætir við að í Öræfunum séu til að mynda yfir 500 gistirými, 3 stór, leik- og grunnskóli, flugvöllur, afþreyingaferðaþjónustuaðilar, bensínstöð, veitingarsala sem eðlilega fylgi mikill úrgangur og því mjög óeðlilegt að ekki sé grenndarstöð á svæðinu. Annars staðar í sveitarfélaginu Hornafirði séu hins vegar grenndarstöðvar. „Í Lóninu, Nesjum, Mýrum og Suðursveit er hægt að finna grenndarstöð en ekki í Öræfunum sem er óskiljanlegt. Við þurfum að fara annað hvort í í Suðursveit með rusl og með annan úrgang þurfum við að keyra í einn og hálfan tíma, með sértækan úrgang eins og rafgeyma og annað slíkt, á Hornafjörð,“ segir Margrét Gauja.Lítill áhugi Margrét Gauja segir að reynt hafi verið að vekja athygli sveitarfélagsins á málinu en lítill áhugi og stuðningur virðist vera til staðar, þrátt fyrir ýmsar aðgerðir sveitarfélagsins í umhverfismálum. Öræfin séu í raun skilin út undan. „Það er ekki til betri kennslustofa í heiminum um áhrif hlýnunar jarðar heldur en öræfin á Íslandi. Hér erum með með jöklana fyrir framan okkur. Við höfum mikinn metnað og áhuga á að vera fyrirmyndarsamfélag en við fáum engan stuðning eða áhuga. Engu að síður er alls konar í gangi í þessum málum hjá sveitarfélaginu en það er eins og við í Öræfunum séum bara ekki með sem er miður,“ segir Margrét Gauja. Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Hótelstjóri í Skaftafelli segir að ruslamál í Öræfunum séu ófullnægjandi. Engin grenndarstöð sé á svæðinu þrátt fyrir yfir 500 gistirými og fjölda ferðaþjónustuaðila. Reynt hafi verið að vekja athygli sveitarfélagsins á málinu sem skilji öræfin út undan í aðgerðum sínum í umhverfismálum. Margrét Gauja Magnúsdóttir, hótelstjóri í Skaftafelli og fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á málinu á Facebook síðu sinni í gær. Hún segir að ruslamál í öræfunum séu ekki í lagi. „Þrátt fyrir alla starfsemina sem er hér í gangi er ekki grenndarstöð,“ segir Margrét Gauja og bætir við að í Öræfunum séu til að mynda yfir 500 gistirými, 3 stór, leik- og grunnskóli, flugvöllur, afþreyingaferðaþjónustuaðilar, bensínstöð, veitingarsala sem eðlilega fylgi mikill úrgangur og því mjög óeðlilegt að ekki sé grenndarstöð á svæðinu. Annars staðar í sveitarfélaginu Hornafirði séu hins vegar grenndarstöðvar. „Í Lóninu, Nesjum, Mýrum og Suðursveit er hægt að finna grenndarstöð en ekki í Öræfunum sem er óskiljanlegt. Við þurfum að fara annað hvort í í Suðursveit með rusl og með annan úrgang þurfum við að keyra í einn og hálfan tíma, með sértækan úrgang eins og rafgeyma og annað slíkt, á Hornafjörð,“ segir Margrét Gauja.Lítill áhugi Margrét Gauja segir að reynt hafi verið að vekja athygli sveitarfélagsins á málinu en lítill áhugi og stuðningur virðist vera til staðar, þrátt fyrir ýmsar aðgerðir sveitarfélagsins í umhverfismálum. Öræfin séu í raun skilin út undan. „Það er ekki til betri kennslustofa í heiminum um áhrif hlýnunar jarðar heldur en öræfin á Íslandi. Hér erum með með jöklana fyrir framan okkur. Við höfum mikinn metnað og áhuga á að vera fyrirmyndarsamfélag en við fáum engan stuðning eða áhuga. Engu að síður er alls konar í gangi í þessum málum hjá sveitarfélaginu en það er eins og við í Öræfunum séum bara ekki með sem er miður,“ segir Margrét Gauja.
Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira