Innlent

Varað við éljum á morgun en búist við 18 stiga hita í miðri viku

Birgir Olgeirsson skrifar
Ráðlegt er að kanna akstursskilyrði hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað á morgun.
Ráðlegt er að kanna akstursskilyrði hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað á morgun. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir allt að átján stiga hita um landið norðaustanvert í næstu viku gangi spá Veðurstofu Íslands eftir.

Áður en að því kemur má hins vegar búast við éljum norðan- og austanlands fram að hádegi á morgun, sunnudag. Hálka getur myndast staðbundið á vegum, sérílagi á heiða- og fjallvegum. Ráðlegt er að kanna akstursskilyrði hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað.

Annað kvöld verður hvassast syðst, spáð 10 til 18 metra sunnan átt og rigningu.

Á mánudag er útlit fyrir suðaustan, 8 – 13 metrum á sekúndu, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Hægari og styttir upp um kvöldið, hiti 7 til 14 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Sunnan og suðaustan 8-13 m/s, skýjað og dálítil rigning öðru hverju S- og V-lands. Hægari vindur á N- og A-landi, skýjað með köflum og þurrt. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast um landið NA-vert.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:

Suðlæg átt og bjartviðri N- og A-lands, en skýjað og stöku skúrir annars staðar. Hiti breytist lítið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.