Innlent

Stal og veittist að starfs­mönnum verslunar í Vestur­bænum

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla handtók nokkra ökumenn vegna gruns um ölvunaraksturs.
Lögregla handtók nokkra ökumenn vegna gruns um ölvunaraksturs. Vísir/vilhelm
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi mann í verslun í vesturbæ Reykjavíkur vegna þjófnaðar, auk þess að hann veittist að starfsmönnum verslunarinnar.

Í dagbók lögreglu segir að maðurinn gistir nú fangageymslur og verður hann yfirheyrður þegar „hann er hæfur til þess“.

Lögregla handtók mann í heimahúsi í Grafarvogi á sjötta tímanum í morgun eftir að tilkynnt hafði verið um líkamsárás. Var maðurinn undir áhrifum vífuefna og verður hann yfirheyrður síðar í dag.

Sömuleiðis voru nokkrir ökumenn handteknir vegna gruns um ölvun við akstur eða að aka undir áhrifum fíkniefna - í miðborginni, Reykjanesbraut og á Hafnarfjarðarvegi.

„54 mál/verkefni komu inn á borð lögreglu í nótt s.s. tilkynningar um samkvæmishávaða, pústra hér og þar í borginni, aðfinnsluvert háttalag, vegna ölvaðs fólks sem var sofandi ölvunarsvefni í stigahúsum og eða á götum miðborgarinnar, vegna ofneyslu fíkniefna en því fólki var komið undir læknishendur, minniháttar slysa þar sem fólk hafði fallið fram fyrir sig og hlotið skurði, eignaspjalla, nokkur mál þar bifreiðar voru kyrrsettar en ökumenn þeirra blésu undir mörkum og margt fleira,“ segir í dagbók lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×