Klemens mætti í hálfum jakka á appelsínugula dregilinn Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 12. maí 2019 17:47 Hatari á appelsínugula dreglinum. Liðsmenn Hatara mættu á appelsínugula dregilinn í Tel Aviv um klukkan 17:15 að íslenskum tíma í dag en nokkur seinkun varð á athöfninni þar sem fulltrúar allra þjóðanna ræða við blaðamenn og bjóða upp á myndatökur með aðdáendum. Einn kynnanna sagði að það væri líklega vissara fyrir börn og grænmetisætur að horfa undan því Hatari legði mikla áherslu á BDSM og leður í atriði sínu. Í framhaldinu komu sexmenningarnir, söngvarar, dansarar og trommugimp, út úr bílunum og stilltu sér upp í myndatöku áður en aðalkynnar kvöldsins tóku þá tali. Var greinilegt á kynnunum að þeir höfðu áhyggjur af því að Hataramenn yrðu seinir til svars eða myndu ekkert svar. „Talið þið? Eða horfið þið bara?“ spurði karlkynnirinn. „Við elskum að tala, við elskum að horfa og allt hitt líka,“ svaraði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari sveitarinnar. Barst talið í framhaldinu að klæðnaði þeirra og sagði Matthías sveitina sækja í fatahönnuði úr nærumhverfinu. Athygli vakti að Klemens Hannigan, hinn söngvari sveitarinnar, var klæddur í hálfan jakka. „Augljóslega erum við ekki vanir hitanum svo ég reif hálfan jakkann af,“ sagði Klemens. Kynnarnir virtust meðvitaðir um að pör væru að finna innan Hatara. Meðlimir væru bundnir fjölskylduböndum. „Við erum frændur,“ sagði Matthías um þá Klemens en auk þess eru Einar Hrafn Stefánsson trommugimp og Sólbjört Sigurðardóttir kærustupar.En hver eru skilaboð Hatara? „Ef við stöndum ekki saman og finnum frið þá mun Hatrið sigra,“ sagði Klemens og skellti sér í frekari göngu eftir Rauða dreglinum.Útsendingin frá Rauða dreglinum stendur enn yfir þótt farið sé að síga á seinni hlutann. Hana má sjá að neðan en hægt er að spóla til baka í spilaranum til að sjá Hatara. Eurovision Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Sjá meira
Liðsmenn Hatara mættu á appelsínugula dregilinn í Tel Aviv um klukkan 17:15 að íslenskum tíma í dag en nokkur seinkun varð á athöfninni þar sem fulltrúar allra þjóðanna ræða við blaðamenn og bjóða upp á myndatökur með aðdáendum. Einn kynnanna sagði að það væri líklega vissara fyrir börn og grænmetisætur að horfa undan því Hatari legði mikla áherslu á BDSM og leður í atriði sínu. Í framhaldinu komu sexmenningarnir, söngvarar, dansarar og trommugimp, út úr bílunum og stilltu sér upp í myndatöku áður en aðalkynnar kvöldsins tóku þá tali. Var greinilegt á kynnunum að þeir höfðu áhyggjur af því að Hataramenn yrðu seinir til svars eða myndu ekkert svar. „Talið þið? Eða horfið þið bara?“ spurði karlkynnirinn. „Við elskum að tala, við elskum að horfa og allt hitt líka,“ svaraði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari sveitarinnar. Barst talið í framhaldinu að klæðnaði þeirra og sagði Matthías sveitina sækja í fatahönnuði úr nærumhverfinu. Athygli vakti að Klemens Hannigan, hinn söngvari sveitarinnar, var klæddur í hálfan jakka. „Augljóslega erum við ekki vanir hitanum svo ég reif hálfan jakkann af,“ sagði Klemens. Kynnarnir virtust meðvitaðir um að pör væru að finna innan Hatara. Meðlimir væru bundnir fjölskylduböndum. „Við erum frændur,“ sagði Matthías um þá Klemens en auk þess eru Einar Hrafn Stefánsson trommugimp og Sólbjört Sigurðardóttir kærustupar.En hver eru skilaboð Hatara? „Ef við stöndum ekki saman og finnum frið þá mun Hatrið sigra,“ sagði Klemens og skellti sér í frekari göngu eftir Rauða dreglinum.Útsendingin frá Rauða dreglinum stendur enn yfir þótt farið sé að síga á seinni hlutann. Hana má sjá að neðan en hægt er að spóla til baka í spilaranum til að sjá Hatara.
Eurovision Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Sjá meira