Lífið

Sænskur blaðamaður getur ekki tekið augun af Hatara

Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Árni Pálsson skrifa
Hatari á appelsínugula dreglinum í gær.
Hatari á appelsínugula dreglinum í gær.

Tobbe Ek, sænskur blaðamaður á Aftonbladet, er ekkert lítið spenntur fyrir framlagi Íslands í Eurovision þetta árið. Hatari tók búningaæfingu í höllinni í dag en framundan er dómararennslið í kvöld sem gildir til jafns við atkvæði áhorfenda.

Töluvert fer fyrir Ek á Eurovision en hann sést aldrei án derhúfu sinnar sem hann ber þvert á höfuðið.

Það er ekki hægt að segja að Ísland sé í áskrift að fimm stjörnu dómum þegar kemur að Eurovision. Sænskur kollegi Tobbe Ek fór hörðum orðum um framlag Íslands í fyrra, líkt laginu við skólaritgerð en Ísland hafnaði að lokum í síðasta sæti.
Í þetta skiptið ríkir mun meiri spenna fyrir íslenska laginu. Tobbe Ek segist hreinlega ekki geta hætt að horfa á framlag Íslands, að því er segir í stuttum pistli hans á Aftonbladet .

Hatari keyri á BDSM-fagurfræði sem sé svo skýr með búri, keðjum sínum og böndum.

Þá hrósar hann Klemensi Hannagan sérstaklega fyrir söng sinn í dag en Klemens syngur viðlagið í falsettu. Klemensi hafi toppað atriðið í dag en auk þess sé fjölmargt annað sem erfitt sé að taka augun af.

Núna klukkan 19:00 hefst síðan dómararennslið sjálft og er beðið eftir því með mikilli eftirvæntingu í blaðamannahöllinni í Tel Aviv. Fyrr í dag negldi Hatari æfingu hér í Expo-höllinni og er útlitið fyrir kvöldinu bjart. 

Hatara er spáð áfram í kvöld og það nokkuð sannfærandi. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.