Gagnkvæm viðurkenning Kína og Íslands á háskólanámi mikið réttindamál Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 13. maí 2019 23:45 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, er stödd í Kína um þessar mundir. Ísland og Kína munu viðurkenna háskólamenntun hvors ríkis fyrir sig eftir að menntamálaráðherrar ríkjanna undirrituðu samning þar að lútandi í Beijing í dag. Þá var einnig undirritaður samningur um menningarsamskipti ríkjanna. Lilja Alfreðsdóttir skrifaði undir þessa tvo samninga hér í Beijing fyrr í dag ásamt kínverskum kollegum sínum. Haldið var upp á þessi tímamót með móttöku á heimili sendiherra Íslands í Beijing. „Við vorum í fyrsta lagi að undirrita samning er varðar menntamál um gagnkvæma viðurkenningu á háskólanámi milli beggja landa. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður og hann skiptir mjög miklu máli fyrir það að auka samskipti og menntun á milli ríkjanna og svo í öðru lagi vorum við að skrifa undir endurnýjaðan menningarsamning á milli ríkjanna,“ segir Lilja. Kína hefur gert sams konar samninga við um fimmtíu önnur ríki, meðal annars hin Norðurlöndin. En þar til nú hafa til að mynda Kínverjar sem hlotið hafa háskólagráður á Íslandi ekki fengið þær metnar í heimalandinu. „Þetta er mikið réttindamál fyrir þá nemendur sem hafa verið að mennta sig í báðum ríkjum,“ segir Lilja.Það hlýtur að vera mikill fengur fyrir Íslendinga að hafa aðgang með sínum prófum hér í þessu rúmlega milljarða landi? „Við sjáum það og það er auðvitað alltaf vaxandi áhugi á öllu sem er kínverskt. Við sjáum líka að fjöldi kínverskra ferðamanna sem er að koma til Íslands, hann hefur aukist um 400 prósent á átta árum þannig að það eru feikileg tækifæri hér,“ segir Lilja. Kína Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ísland og Kína munu viðurkenna háskólamenntun hvors ríkis fyrir sig eftir að menntamálaráðherrar ríkjanna undirrituðu samning þar að lútandi í Beijing í dag. Þá var einnig undirritaður samningur um menningarsamskipti ríkjanna. Lilja Alfreðsdóttir skrifaði undir þessa tvo samninga hér í Beijing fyrr í dag ásamt kínverskum kollegum sínum. Haldið var upp á þessi tímamót með móttöku á heimili sendiherra Íslands í Beijing. „Við vorum í fyrsta lagi að undirrita samning er varðar menntamál um gagnkvæma viðurkenningu á háskólanámi milli beggja landa. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður og hann skiptir mjög miklu máli fyrir það að auka samskipti og menntun á milli ríkjanna og svo í öðru lagi vorum við að skrifa undir endurnýjaðan menningarsamning á milli ríkjanna,“ segir Lilja. Kína hefur gert sams konar samninga við um fimmtíu önnur ríki, meðal annars hin Norðurlöndin. En þar til nú hafa til að mynda Kínverjar sem hlotið hafa háskólagráður á Íslandi ekki fengið þær metnar í heimalandinu. „Þetta er mikið réttindamál fyrir þá nemendur sem hafa verið að mennta sig í báðum ríkjum,“ segir Lilja.Það hlýtur að vera mikill fengur fyrir Íslendinga að hafa aðgang með sínum prófum hér í þessu rúmlega milljarða landi? „Við sjáum það og það er auðvitað alltaf vaxandi áhugi á öllu sem er kínverskt. Við sjáum líka að fjöldi kínverskra ferðamanna sem er að koma til Íslands, hann hefur aukist um 400 prósent á átta árum þannig að það eru feikileg tækifæri hér,“ segir Lilja.
Kína Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira