Bíó og sjónvarp

Daniel Craig slasaðist við tökur á næstu Bond-mynd

Birgir Olgeirsson skrifar
Daniel Craig hefur á undanförnum árum farið með hlutverk James Bond..
Daniel Craig hefur á undanförnum árum farið með hlutverk James Bond.. Vísir/Getty

Tökum á næstu James Bond-mynd hefur verið frestað um óákveðinn tíma eftir að aðalleikarinn meiddist við tökur í síðustu viku. Er Craig sagður hafa hrasað þegar hann var við tökur á atriði á Jamaíka þar sem hann þurfti að spretta nokkuð hratt úr spori.

Var um að ræða síðustu senuna sem taka átti upp á Jamaíka en The Sun segir frá því að tökum sem áttu að hefjast í Pinewood-myndverinu í Lundúnum í lok vikunnar hafi verið frestað.

Er Craig sagður hafa kvartað sáran undan verk í ökkla eftir óhappið en flogið var með hann til Bandaríkjanna þar sem meiðslin voru skoðuð með aðstoð röntgenmyndavéla.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Craig slasast við tökur á Bond-mynd. Hann missti tvær tennur við tökur á Casino Royale, slasaðist á fingri og reif axlarvöðva við tökur á Quantum of Solace og meiddist á hné við tökur á bardagaatriði fyrir myndina Spectre.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.