Lífið

Graham Norton gerir grín að látunum í Hatara

Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar
Graham Norton lýsir keppninni á BBC.
Graham Norton lýsir keppninni á BBC. WikiCommons/Damien Everett

Óháð því hvað fólki kann að finnast um tónlist Hatara og boðskap þeirra á Eurovision í Ísrael hljóta allir að geta verið sammála um að tónlistin þeirra er í háværari kantinum.

Í laginu Hatrið mun sigra öskrar Matthías Tryggvi Haraldsson af lífsins sálar kröftum en Klemens Hannigan færir svo lagið á ljúfari nótur með falsettu sinni í viðlaginu.

Breski sjónvarpsmaðurinn Graham Norton er mikill áhugamaður um Eurovision og lýsir keppninni í Bretlandi.

Hann var beðinn um að leggja mat sitt á lögin í Eurovision í myndbandinu hér að neðan. Hann leggur engan dóm á framlagið sem slíkt en lætin í Hatara vekja athygli hans.

„Ef þú kannt að meta þessu háværu tónlist þá muntu kjósa lagið. Íslendingar hljóta að fagna því að vera lausir við hljómsveitina í það minnsta í tvær vikur á meðan hún er í Tel Aviv. Kærkomið frí fyrir nágranna þeirra.“

Hatari er þrettánda atriði á svið í kvöld þegar fyrri undanúrslitariðillinn fer fram.

Innslagið má sjá hér að neðan. Umfjöllunin um Hatara birtist eftir um tvær mínútur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.