Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, mannsins sem var skotinn til bana í Noregi, fékk fyrst í dag upplýsingar frá norsku lögreglunni um að sjúkraflutningamenn hafi beðið fyrir utan hús Gísla í meira en fjörutíu mínútur á meðan honum blæddi út. Sjúkraflutningamennirnir fylgdu öryggisreglum og biðu með að hlúa að Gísla þar sem lögregla hafði ekki tryggt vettvang en sömu vinnureglur gilda hjá íslenskum sjúkraflutningamönnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Við ræðum einnig við prófessor í stjórnmálafræði sem segir nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi en bæði þingmenn og formaður Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra um þungunarrof í gær.

Við tökum á móti hópi sýrlenskra flóttamanna sem lenti á landinu í dag og mun flytja til Hvammstanga og Blönduóss, við segjum frá verkefni nema í tölvunarfræði sem hafa skapað dómssal í sýndarveruleika til að undirbúa þolendur kynferðisofbeldis fyrir réttarhöldin og við fáum að sjálfsögðu nýjustu fréttir af Hatara sem keppir Eurovision í Tel Aviv í kvöld.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.