Fölskvalaus gleði hjá foreldrunum þegar kynnirinn öskraði Iceland Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 22:15 Frægasta foreldrafélag landsins, hið nýstofnaða Foreldrafélag Hatara, var eðlilega í skýjunum fyrir utan Expo Tel Aviv höllina í kvöld þegar ljóst var að Hatari væri kominn í úrslit Eurovision. „Hverjir eru bestir? Hatari! Hverjir eru langbestir? Hatari!!!“ hrópaði Sigurður Gunnarsson handboltakempa og faðir Sólbjartar dansara. Um þetta eru þau öll sammála en líðan þeirra var ansi ólík þegar tilkynnt var hvaða tíu þjóðir af þeim sautján sem kepptu í kvöld kæmust áfram. Ástralía fékk langbestu viðbrögðin í salnum í kvöld en erfitt var að ráða í viðbrögð við öðrum atriðum. Hatari fékk klapp á pari við flest atriðin og erfitt að rýna í niðurstöðuna. Ekki hjálpaði til að þegar sjö lönd höfðu verið tilkynnt var Hatari ekki kominn á blað. En áttunda þjóðin var Ísland.Hatarabolirnir eru bæði hvítri og svartir. Fjölskyldurnar standa þétt við bak Hatara.Vísir/Kolbeinn Tumi„Hræðilega, hræðilega, hræðilega,“ sagði Rán Tryggvadóttir, móðir Klemensar Hannigan um líðan sína. Fjölskylda Matthíasar Tryggva Haraldssonar var kokhraust. Haraldur Flosi Tryggvason faðir hans sagði þetta hafa verið formsatriði. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast,“ sagði Jórunn Elenóra Haraldsdóttir, systir Matthíasar, með þetta allt á hreinu. Ágústa Kristín Andersen, eiginkona Haraldar, missti aldrei trúna. „Ég hélt í vonina allan tímann en á tímabili hélt ég að ég þyrfti að fá mér einhverjar sprengjutöflur,“ sagði Ágústa. Foreldrafélagið klæðist allt bolum úr smiðju Hatara, að frátöldum Haraldi Flosa sem gæti verið nýkominn úr fríi til Hawaii. Svo litrík er skyrta hans. „Þetta er SKYRTAN! Ég vil þakka Ingu fyrir að hafa keypt þessa skyrtu,“ sagði Jórunn Elenóra og má telja líklegt að Haraldur klæðist skyrtunni fram að úrslitakvöldinu á laugardag. Hún gæti þó þurft að fara í þvott gangi spár um 30 stiga hita næstu daga eftir. Spáin að Hatari færi áfram rættist sannarlega. Eurovision Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Frægasta foreldrafélag landsins, hið nýstofnaða Foreldrafélag Hatara, var eðlilega í skýjunum fyrir utan Expo Tel Aviv höllina í kvöld þegar ljóst var að Hatari væri kominn í úrslit Eurovision. „Hverjir eru bestir? Hatari! Hverjir eru langbestir? Hatari!!!“ hrópaði Sigurður Gunnarsson handboltakempa og faðir Sólbjartar dansara. Um þetta eru þau öll sammála en líðan þeirra var ansi ólík þegar tilkynnt var hvaða tíu þjóðir af þeim sautján sem kepptu í kvöld kæmust áfram. Ástralía fékk langbestu viðbrögðin í salnum í kvöld en erfitt var að ráða í viðbrögð við öðrum atriðum. Hatari fékk klapp á pari við flest atriðin og erfitt að rýna í niðurstöðuna. Ekki hjálpaði til að þegar sjö lönd höfðu verið tilkynnt var Hatari ekki kominn á blað. En áttunda þjóðin var Ísland.Hatarabolirnir eru bæði hvítri og svartir. Fjölskyldurnar standa þétt við bak Hatara.Vísir/Kolbeinn Tumi„Hræðilega, hræðilega, hræðilega,“ sagði Rán Tryggvadóttir, móðir Klemensar Hannigan um líðan sína. Fjölskylda Matthíasar Tryggva Haraldssonar var kokhraust. Haraldur Flosi Tryggvason faðir hans sagði þetta hafa verið formsatriði. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast,“ sagði Jórunn Elenóra Haraldsdóttir, systir Matthíasar, með þetta allt á hreinu. Ágústa Kristín Andersen, eiginkona Haraldar, missti aldrei trúna. „Ég hélt í vonina allan tímann en á tímabili hélt ég að ég þyrfti að fá mér einhverjar sprengjutöflur,“ sagði Ágústa. Foreldrafélagið klæðist allt bolum úr smiðju Hatara, að frátöldum Haraldi Flosa sem gæti verið nýkominn úr fríi til Hawaii. Svo litrík er skyrta hans. „Þetta er SKYRTAN! Ég vil þakka Ingu fyrir að hafa keypt þessa skyrtu,“ sagði Jórunn Elenóra og má telja líklegt að Haraldur klæðist skyrtunni fram að úrslitakvöldinu á laugardag. Hún gæti þó þurft að fara í þvott gangi spár um 30 stiga hita næstu daga eftir. Spáin að Hatari færi áfram rættist sannarlega.
Eurovision Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira