Fölskvalaus gleði hjá foreldrunum þegar kynnirinn öskraði Iceland Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 22:15 Frægasta foreldrafélag landsins, hið nýstofnaða Foreldrafélag Hatara, var eðlilega í skýjunum fyrir utan Expo Tel Aviv höllina í kvöld þegar ljóst var að Hatari væri kominn í úrslit Eurovision. „Hverjir eru bestir? Hatari! Hverjir eru langbestir? Hatari!!!“ hrópaði Sigurður Gunnarsson handboltakempa og faðir Sólbjartar dansara. Um þetta eru þau öll sammála en líðan þeirra var ansi ólík þegar tilkynnt var hvaða tíu þjóðir af þeim sautján sem kepptu í kvöld kæmust áfram. Ástralía fékk langbestu viðbrögðin í salnum í kvöld en erfitt var að ráða í viðbrögð við öðrum atriðum. Hatari fékk klapp á pari við flest atriðin og erfitt að rýna í niðurstöðuna. Ekki hjálpaði til að þegar sjö lönd höfðu verið tilkynnt var Hatari ekki kominn á blað. En áttunda þjóðin var Ísland.Hatarabolirnir eru bæði hvítri og svartir. Fjölskyldurnar standa þétt við bak Hatara.Vísir/Kolbeinn Tumi„Hræðilega, hræðilega, hræðilega,“ sagði Rán Tryggvadóttir, móðir Klemensar Hannigan um líðan sína. Fjölskylda Matthíasar Tryggva Haraldssonar var kokhraust. Haraldur Flosi Tryggvason faðir hans sagði þetta hafa verið formsatriði. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast,“ sagði Jórunn Elenóra Haraldsdóttir, systir Matthíasar, með þetta allt á hreinu. Ágústa Kristín Andersen, eiginkona Haraldar, missti aldrei trúna. „Ég hélt í vonina allan tímann en á tímabili hélt ég að ég þyrfti að fá mér einhverjar sprengjutöflur,“ sagði Ágústa. Foreldrafélagið klæðist allt bolum úr smiðju Hatara, að frátöldum Haraldi Flosa sem gæti verið nýkominn úr fríi til Hawaii. Svo litrík er skyrta hans. „Þetta er SKYRTAN! Ég vil þakka Ingu fyrir að hafa keypt þessa skyrtu,“ sagði Jórunn Elenóra og má telja líklegt að Haraldur klæðist skyrtunni fram að úrslitakvöldinu á laugardag. Hún gæti þó þurft að fara í þvott gangi spár um 30 stiga hita næstu daga eftir. Spáin að Hatari færi áfram rættist sannarlega. Eurovision Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Frægasta foreldrafélag landsins, hið nýstofnaða Foreldrafélag Hatara, var eðlilega í skýjunum fyrir utan Expo Tel Aviv höllina í kvöld þegar ljóst var að Hatari væri kominn í úrslit Eurovision. „Hverjir eru bestir? Hatari! Hverjir eru langbestir? Hatari!!!“ hrópaði Sigurður Gunnarsson handboltakempa og faðir Sólbjartar dansara. Um þetta eru þau öll sammála en líðan þeirra var ansi ólík þegar tilkynnt var hvaða tíu þjóðir af þeim sautján sem kepptu í kvöld kæmust áfram. Ástralía fékk langbestu viðbrögðin í salnum í kvöld en erfitt var að ráða í viðbrögð við öðrum atriðum. Hatari fékk klapp á pari við flest atriðin og erfitt að rýna í niðurstöðuna. Ekki hjálpaði til að þegar sjö lönd höfðu verið tilkynnt var Hatari ekki kominn á blað. En áttunda þjóðin var Ísland.Hatarabolirnir eru bæði hvítri og svartir. Fjölskyldurnar standa þétt við bak Hatara.Vísir/Kolbeinn Tumi„Hræðilega, hræðilega, hræðilega,“ sagði Rán Tryggvadóttir, móðir Klemensar Hannigan um líðan sína. Fjölskylda Matthíasar Tryggva Haraldssonar var kokhraust. Haraldur Flosi Tryggvason faðir hans sagði þetta hafa verið formsatriði. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast,“ sagði Jórunn Elenóra Haraldsdóttir, systir Matthíasar, með þetta allt á hreinu. Ágústa Kristín Andersen, eiginkona Haraldar, missti aldrei trúna. „Ég hélt í vonina allan tímann en á tímabili hélt ég að ég þyrfti að fá mér einhverjar sprengjutöflur,“ sagði Ágústa. Foreldrafélagið klæðist allt bolum úr smiðju Hatara, að frátöldum Haraldi Flosa sem gæti verið nýkominn úr fríi til Hawaii. Svo litrík er skyrta hans. „Þetta er SKYRTAN! Ég vil þakka Ingu fyrir að hafa keypt þessa skyrtu,“ sagði Jórunn Elenóra og má telja líklegt að Haraldur klæðist skyrtunni fram að úrslitakvöldinu á laugardag. Hún gæti þó þurft að fara í þvott gangi spár um 30 stiga hita næstu daga eftir. Spáin að Hatari færi áfram rættist sannarlega.
Eurovision Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira