Innlent

Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs

Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar
Lilja og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín var mjög áfram um að styðja frumvarpið.
Lilja og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín var mjög áfram um að styðja frumvarpið. Fréttablaðið/AntonBrink

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. Hún var annar tveggja ráðherra sem voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna, þar sem hún er í útlöndum.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dóms- og iðnaðarmálaráðherra, var einnig fjarverandi atkvæðagreiðsluna, en gerði grein fyrir afstöðu sinni í færslu á samfélagsmiðlum.

„Ég studdi frumvarpið í 2. umræðu og studdi það í anda í dag. Tímarammi sá sami – ákvörðunin þar sem hún á heima,“ sagði Þórdís.

Lilja segist hafa gert fyrirvara við málið í ríkisstjórn. „Ég sagði að mér fyndist 22 vikur ansi langt gengið. En ég var ekki þarna og er ekki tilbúin til þess að fara yfir þetta akkúrat núna,“ segir Lilja.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.