Lífið

Atriði Hatara vakti athygli The Jerusalem Post

Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar
Good evening Europe! er fyrirsögnin á forsíðugrein The Jerusalem Post.
Good evening Europe! er fyrirsögnin á forsíðugrein The Jerusalem Post. Vísir/Kolbeinn Tumi
Fyrra undanúrslitakvöld Eurovision er forsíðuefni á ísraelska miðlinum The Jerusalem Post þar sem greint er frá hátíðinni sem sé sjónvarpað til milljóna um heim allan.Í forsíðugreininni er keppnin útskýrð og um leið eru tiltekin þrjú atriði frá undanúrslitakvöldinu í gær sem vöktu athygli ísraelska blaðamannsins.Fyrst segir hann frá ástralska laginu Zero Gravity sem situr í þriðja sæti veðbanka og vakið hefur mikla athygli. Þar er söngkonan Katie Miller-Heidke ásamt dönsurum sínum á löngum og háum stöngum og virðist hún svífa í loftinu, fyrir þá sem horfa á í sjónvarpi. Ekkert atriði uppskar meira lófatak í keppnishöllinni í gær en atriði Ástrala ef frá er talið opnunaratriði Nettu, sigurvegarans í Lissabon frá því í fyrra.Næst tiltekur ísraelski blaðamaðurinn atriði Íslands með hljómsveitinni Hatara, sveit sem sé umdeild og segi sína skoðun. Hann fellir þó engan dóm heldur lýsir eingöngu kúlulaga búrinu og BDSM-leðurgöllum Íslendinganna.Þá er atriði Georgíu sömuleiðis nefnt til sögunnar en lagið komst þó ekki upp úr undanúrslitariðlinum í gær. Auk Georgíu eru Belgía, Finnland, Ungverjaland, Svartfjallaland, Pólland og Portúgal úr leik.Ísland komst í gærkvöldi upp úr undanúrslitum í fyrra skipti í fimm ár.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.