Lífið

Atriði Hatara vakti athygli The Jerusalem Post

Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar
Good evening Europe! er fyrirsögnin á forsíðugrein The Jerusalem Post.
Good evening Europe! er fyrirsögnin á forsíðugrein The Jerusalem Post. Vísir/Kolbeinn Tumi
Fyrra undanúrslitakvöld Eurovision er forsíðuefni á ísraelska miðlinum The Jerusalem Post þar sem greint er frá hátíðinni sem sé sjónvarpað til milljóna um heim allan.

Í forsíðugreininni er keppnin útskýrð og um leið eru tiltekin þrjú atriði frá undanúrslitakvöldinu í gær sem vöktu athygli ísraelska blaðamannsins.

Fyrst segir hann frá ástralska laginu Zero Gravity sem situr í þriðja sæti veðbanka og vakið hefur mikla athygli. Þar er söngkonan Katie Miller-Heidke ásamt dönsurum sínum á löngum og háum stöngum og virðist hún svífa í loftinu, fyrir þá sem horfa á í sjónvarpi. Ekkert atriði uppskar meira lófatak í keppnishöllinni í gær en atriði Ástrala ef frá er talið opnunaratriði Nettu, sigurvegarans í Lissabon frá því í fyrra.

Næst tiltekur ísraelski blaðamaðurinn atriði Íslands með hljómsveitinni Hatara, sveit sem sé umdeild og segi sína skoðun. Hann fellir þó engan dóm heldur lýsir eingöngu kúlulaga búrinu og BDSM-leðurgöllum Íslendinganna.

Þá er atriði Georgíu sömuleiðis nefnt til sögunnar en lagið komst þó ekki upp úr undanúrslitariðlinum í gær. Auk Georgíu eru Belgía, Finnland, Ungverjaland, Svartfjallaland, Pólland og Portúgal úr leik.

Ísland komst í gærkvöldi upp úr undanúrslitum í fyrra skipti í fimm ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×