Innlent

Einn í haldi eftir að bíll valt og fór í gegnum strætóskýli

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi slyssins í morgun.
Frá vettvangi slyssins í morgun. Mynd/Halli Gísla

Mikil mildi er að enginn stórslasaðist þegar ökumaður missti stjórn á bílnum sínum með þeim afleiðingum að hann valt og fór í gegnum strætóskýli nærri Smáralind í Kópavogi í morgun. Er ökumaðurinn grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við akstur.

Það var vegfarandi sem tilkynnti lögreglu um málið um klukkan 06:25 í morgun. Þegar lögregla kom á vettvang var ökumaðurinn enn þar en hann sagðist hafa verið á um 60 kílómetra hraða þegar hann missti stjórn á bílnum þegar hann fór í poll.

Þegar lögregla ræddi hins vegar við ökumanninn vaknaði grunur um að hann væri ekki allsgáður.

Var hann fluttur á slysadeild til skoðunar en hann slasaðist ekki alvarlega. Var hann því næst vistaður í fangageymslu lögreglu og verður yfirheyrður síðar í dag.

Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Kópavogi, segir mikla mildi að enginn hafi slasast alvarlega.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.