Lífið

Felix Bergsson hélt tilfinningaþrungna ræðu á hóteli íslenska hópsins

Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar
Felix Bergsson skellti sér upp og hélt ræðu fyrir íslenska hópinn.
Felix Bergsson skellti sér upp og hélt ræðu fyrir íslenska hópinn. vísir/sáp

Eins og alþjóð veit komst Ísland áfram í Eurovision í gærkvöldi þegar Hatari flutti lagið Hatrið mun sigra í Expo-höllinni í Tel Aviv.

Íslenski hópurinn kom á Dan Panorama hóteið í Tel Aviv rétt eftir klukkan tvö að miðnætti að staðartíma í gær og var vel tekið á móti þeim.

Felix Bergsson, farastjóri íslenska hópsins, boðaði allan hópinn út á sundlaugarbakka og var skálað í freyðivíni. Felix hélt fallega ræðu þar sem hann talaði um að vera stoltur að vera partur af þessum magnaða hópi. Hann taldi upp alla þá sem hafa tekið þátt í þessu ævintýri og þakkaði þeim sérstaklega fyrir.

Hann hlakkar til að eyða næstu dögum með Íslendingunum og að lokum sagði hann: „Hatrið mun sigra“.

Foreldrar, makar, vinir og vandamenn og fjölmargir fjölmiðlamenn voru viðstaddir og var fagnað mikið á hótelinu í nótt.

Á blaðamannafundi í gær kom síðan í ljós að Ísland verður í seinnihlutanum af þeim löndum sem keppa á laugardaginn.

Nú er okkur spáð 5. sæti í Eurovision af helstum veðbönkum en í fyrradag var okkur spáð10. sæti.

Matthías með fjölskyldu sinni við sundlaugarbakkann á Dan Panorama hótelinu.
Klemens stóð í ströngu í allan gærdag en gat örlítið slakað á undir lok kvöldsins.

Tengdar fréttir

Hatari skríður áfram upp listann

Hatari með lagið Hatrið mun sigra situr nú í sjötta sæti veðbanka yfir þau framlög sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.