Innlent

Tilkynnt um eld í bát í Njarðvík

Birgir Olgeirsson skrifar
Slökkviliðsmenn á leið á vettvang.
Slökkviliðsmenn á leið á vettvang. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðsmenn á Suðurnesjum eru nú á leið í útkall vegna tilkynningar um eld í bát í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja barst tilkynningin fyrir skömmu og ekki vitað um umfang eldsins þegar þetta er ritað.

Verður fréttin uppfærð þegar frekari upplýsingar liggja fyrir. 

Uppfært klukka 14:30: 
Mikinn reyk lagði frá bátnum þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn. Ekki er vitað hvað olli þeim reyk en slökkviliðsmenn reykræstu bátinn og er slökkvistarfi nú lokið. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.