Innlent

Blesótt lamb með stóra og breiða blesu

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Sigursteinn Hjartarson, eiginmaður Maríu og bóndi með lambið með sérstaka litinn sem kom nýlega í heiminn í fjárhúsinu í Neðri – Hundadal.
Sigursteinn Hjartarson, eiginmaður Maríu og bóndi með lambið með sérstaka litinn sem kom nýlega í heiminn í fjárhúsinu í Neðri – Hundadal. María G. Líndal

Mjög sérstakt lamb fæddist nýlega á bænum Neðri-Hundadal í Suðurdölum í Dalasýslu, lamb með stóra svarta breiða blesu á nefinu.

„Já, þetta er mjög sérstakt og óvenjuleg litaskipting á gimbrinni, einhvers staðar hljóta þessi litagen að liggja“, segir María G. Líndal, bóndi á bænum.

Á bænum eru um 400 fjár og fer fækkandi. María segir að gimbrin muni væntanlega fá nafnið Bletta.
 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.