Kenísk fótboltabörn þakklát Íslendingum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 16. maí 2019 06:15 Hér má sjá börnin í fótboltatreyjum frá FH. Mynd/Paul Ramses Paul Ramses, ásamt konu sinni og með hjálp íslenskra vina, stofnaði góðgerðarfélagið Tears Children and Youth Aid. Félagið rekur skóla, leikskóla og fótboltalið í Kenýa ásamt því að valdefla konur og styrkja þær til fjárhagslegs sjálfstæðis. Þetta gera þau með því að selja kenískt handverk á Íslandi. Nú er stefnt að því að fótboltalið skólans, sem samanstendur af 12-15 ára drengjum, keppi á Rey Cup-fótboltamótinu sem haldið verður í Laugardalnum í júlí. Paul segir mikilvægt fyrir börnin í skólanum að fá aukin tækifæri og von til betra lífs en mikil fátækt er á svæðinu „Menntun eykur lífsgæði fólksins, veitir því öryggi og tækifæri. Fótboltinn getur svo aukið tækifærin enn frekar auk þess að skapa liðsheild og samvinnu. Fótbolti færir fólk saman.“Paul Ramses flytur inn fótboltalið frá Kenya. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari JóhannssonMikil velvild hefur verið fyrir verkefninu og hafa margir lagt hönd á plóg. „Fólk hefur sýnt okkur mikinn stuðning og hjálpað mikið til. Hafnarfjarðarbær mun til dæmis gefa strákunum mat og sjá þeim fyrir gistingu á meðan á dvölinni stendur, Rey Cup, sem skipulagt er af Þrótti, býður liðinu á mótið svo þeir þurfa ekki að borga mótsgjald og FH, Haukar og Breiðablik hafa gefið börnunum búninga. Nú vantar okkur bara peninga fyrir ferðakostnaðinum,“ segir Paul. Nú þegar hafa safnast rúmar 700 þúsund krónur en áætlaður ferðakostnaður eru tvær og hálf milljón. Paul var áberandi í íslenskum fjölmiðlum árið 2008 þegar honum var vísað úr landi og fjölskyldu hans var tvístrað. Kona hans og barn urðu eftir á Íslandi. Paul fékk ásamt fjölskyldu sinni hæli á Íslandi árið 2010 og segir hann að þessi reynsla hafi styrkt hann í því sem á eftir kom. „Það að lenda í lífsreynslu sem þessari getur haft styrkjandi áhrif á einstaklinga, það skiptir bara máli hvernig maður horfir á hlutina.“ Aðspurður hvers vegna þau hjónin hafi ráðist í þetta verkefni segir Paul að það jafnrétti sem náðst hafi hér á landi hafi vakið þau til umhugsunar um ástandið í Kenýa. „Systir mín varð ólétt að sínu fyrsta barni þegar hún var aðeins 12 ára, hún eignaðist ellefu börn. Þetta er ekki óalgengt í Kenýa. Okkur langaði að valdefla konur á okkar heimaslóðum þar sem ástandið er ólíkt ástandinu hér. Það vildum við gera með því að mennta fólk og efla konur. Fótboltinn var svo góð viðbót.“ Paul bætir því við að krakkarnir séu þakklátir þeim stuðningi sem Íslendingar hafi sýnt þeim. „Krakkarnir vita að þau eigi vini á Íslandi og að Íslendingar séu ástæða þess að þau geti farið í skóla og stundað fótbolta. Þetta vekur gleði hjá krökkunum og fjölskyldum þeirra. Það væri því frábært fyrir krakkana að geta komið til Íslands og kynnst betur landi og þjóð og þakkað fyrir sig.“ Frekari upplýsingar um hvernig leggja má verkefninu lið er að finna á Facebook-síðunni: Leiðin frá Got Agulu á Rey Cup. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira
Paul Ramses, ásamt konu sinni og með hjálp íslenskra vina, stofnaði góðgerðarfélagið Tears Children and Youth Aid. Félagið rekur skóla, leikskóla og fótboltalið í Kenýa ásamt því að valdefla konur og styrkja þær til fjárhagslegs sjálfstæðis. Þetta gera þau með því að selja kenískt handverk á Íslandi. Nú er stefnt að því að fótboltalið skólans, sem samanstendur af 12-15 ára drengjum, keppi á Rey Cup-fótboltamótinu sem haldið verður í Laugardalnum í júlí. Paul segir mikilvægt fyrir börnin í skólanum að fá aukin tækifæri og von til betra lífs en mikil fátækt er á svæðinu „Menntun eykur lífsgæði fólksins, veitir því öryggi og tækifæri. Fótboltinn getur svo aukið tækifærin enn frekar auk þess að skapa liðsheild og samvinnu. Fótbolti færir fólk saman.“Paul Ramses flytur inn fótboltalið frá Kenya. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari JóhannssonMikil velvild hefur verið fyrir verkefninu og hafa margir lagt hönd á plóg. „Fólk hefur sýnt okkur mikinn stuðning og hjálpað mikið til. Hafnarfjarðarbær mun til dæmis gefa strákunum mat og sjá þeim fyrir gistingu á meðan á dvölinni stendur, Rey Cup, sem skipulagt er af Þrótti, býður liðinu á mótið svo þeir þurfa ekki að borga mótsgjald og FH, Haukar og Breiðablik hafa gefið börnunum búninga. Nú vantar okkur bara peninga fyrir ferðakostnaðinum,“ segir Paul. Nú þegar hafa safnast rúmar 700 þúsund krónur en áætlaður ferðakostnaður eru tvær og hálf milljón. Paul var áberandi í íslenskum fjölmiðlum árið 2008 þegar honum var vísað úr landi og fjölskyldu hans var tvístrað. Kona hans og barn urðu eftir á Íslandi. Paul fékk ásamt fjölskyldu sinni hæli á Íslandi árið 2010 og segir hann að þessi reynsla hafi styrkt hann í því sem á eftir kom. „Það að lenda í lífsreynslu sem þessari getur haft styrkjandi áhrif á einstaklinga, það skiptir bara máli hvernig maður horfir á hlutina.“ Aðspurður hvers vegna þau hjónin hafi ráðist í þetta verkefni segir Paul að það jafnrétti sem náðst hafi hér á landi hafi vakið þau til umhugsunar um ástandið í Kenýa. „Systir mín varð ólétt að sínu fyrsta barni þegar hún var aðeins 12 ára, hún eignaðist ellefu börn. Þetta er ekki óalgengt í Kenýa. Okkur langaði að valdefla konur á okkar heimaslóðum þar sem ástandið er ólíkt ástandinu hér. Það vildum við gera með því að mennta fólk og efla konur. Fótboltinn var svo góð viðbót.“ Paul bætir því við að krakkarnir séu þakklátir þeim stuðningi sem Íslendingar hafi sýnt þeim. „Krakkarnir vita að þau eigi vini á Íslandi og að Íslendingar séu ástæða þess að þau geti farið í skóla og stundað fótbolta. Þetta vekur gleði hjá krökkunum og fjölskyldum þeirra. Það væri því frábært fyrir krakkana að geta komið til Íslands og kynnst betur landi og þjóð og þakkað fyrir sig.“ Frekari upplýsingar um hvernig leggja má verkefninu lið er að finna á Facebook-síðunni: Leiðin frá Got Agulu á Rey Cup.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira