Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Fjórir eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina. Farþegar rútunnar voru allir kínverskir ferðamenn.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir greinum við frá nýjustu upplýsingum vegna slyssins fyrir austan og ræðum við viðbragðsaðila.

Þá segjum við frá því að fjórðungur af kostnaði tjóna hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands undanfarin þrjátíu ár er vegna atburða sem tengjast loftslagi. Byggingaverkfræðingur hjá stofnunni segir að ef flóð verða tíðari og alvarlegri gæti þurft að hækka iðgjald vátrygginga.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.