Innlent

Rafmagni sló út í Hafnarfirði og Garðabæ

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Hafnarfirði. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Frá Hafnarfirði. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm
Háspennubilun olli því að rafmagnslaust varð á Hafnarfjarðarsvæðinu og í Garðabæ nú í kvöld. Í tilkynningu frá HS Veitum kemur fram að rafmagnið sé komið aftur á að stærstum hluta. Rafmagn ætti að komast aftur á alls staðar fljótt.

Á vefsíðu Landsnets kom fram að útleysing hefði orðið í spennustöð í Öldugötu í Hafnarfirði klukkan 19:00 í kvöld. Líkleg orsök væri bilun í kerfi HS Veitna.

Í Facebook-færslu HS Veitna klukkan 19:35 kom fram að um háspennubilun hefði verið að ræða. Rafmagn ætti að komast aftur á alls staðar á næstu tíu mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×