Innlent

Óheppilegt að álitið hafi ekki legið fyrir

Ari Brynjólfsson skrifar
Fram kemur í bókun flokksins á fundi borgarráðs í gær að málið sé óheppilegt þar sem það varði greiðslur án fjárheimilda sem sé á skjön við sveitarstjórnarlög.
Fram kemur í bókun flokksins á fundi borgarráðs í gær að málið sé óheppilegt þar sem það varði greiðslur án fjárheimilda sem sé á skjön við sveitarstjórnarlög. Vísir/Vilhelm
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins telur afar óheppilegt að álitsgerð Trausta Fannars Valssonar, sérfræðings í sveitarstjórnarlögum, hafi ekki verið birt fyrir undirritun ársreiknings borgarinnar á þriðjudaginn. Fram kemur í bókun flokksins á fundi borgarráðs í gær að málið sé óheppilegt þar sem það varði greiðslur án fjárheimilda sem sé á skjön við sveitarstjórnarlög.

Fram kemur í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar frá því í mars að undirskrift ársreiknings jafngildi samþykki á öllum fjárútlátum, þar á meðal því sem féll til án heimildar vegna braggaverkefnisins á Nauthólsvegi 100. Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins settu fyrirvara við undirskrift sína á ársreikninginn.

Fram kemur í áliti Trausta Fannars til endurskoðunarnefndar að staðfesting á ársreikningi feli ekki í sér samþykki á öllum fjárútlátum. Í minnisblaði endurskoðunarnefndar er borgarráð beðið um að beina því til fjármálaskrifstofunnar að bregðast við áliti Trausta Fannars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×