Lífið

Hatari í æfingagöllunum á æfingunni sem gekk eins og í sögu

Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar
Klemens og Matthías voru bara í þæginlegum fötum á æfingunni í dag.
Klemens og Matthías voru bara í þæginlegum fötum á æfingunni í dag. Vísir/sáp
Hatari steig á sviðið í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag og tók lagið Hatrið mun sigra á æfingu íslenska hópsins fyrir dómararennslið.

„Í fullri einlægni hlýtur póstkort Hatara að vera það flottasta í ár, algjörlega hlutlaust mat að sjálfsögðu,“ segir Laufey Helga Guðmundsdóttir, ritari FÁSES, sem fylgdist með æfingunni í blaðamannahöllinni í Tel Aviv í dag.

Ísland er 17. atriðið í lokakeppninni og mun því vera það sautjánda á sviðinu í kvöld í dómararennslinu.

„Íslendingarnir mættu á sviðið í Hatara-æfingagöllum og er það í fyrsta skipti sem við sjáum það svona leður-laust. Mér finnst alltaf eins og það sé bara ýtt á play þegar Hatari byrjar og það var ekkert öðruvísi í þetta skipti, algjör negla hjá okkar fólki. Hvíldin á sundlaugarbakkanum hefur greinilega borgað sig og átti Klemens sérstaklega góðan sprett.“

Laufey Helga þekkir Eurovision betur en flestir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×