Sýknudómi yfir lögreglumanni vegna heimilisofbeldis snúið við Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2019 17:30 Frá Landsrétti. Fréttablaðið/Ernir Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Suðurlands sem sýknaði lögreglumann af ákæru um heimilisofbeldi gegn eiginkonu sinni og dóttur. Lögreglumaðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti. Lögreglumaðurinn var ákærður fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni í þvottahúsi á heimili þeirra í desember árið 2016 og slegið hana í andlit eða hrint henni þannig að hún féll á borð. Hann hafi haldið henni liggjandi á bakinu á borðinu þar til hún féll í gólfið. Konan hlaut ýmis konar eymsli og mar af árásinni. Einnig var maðurinn ákærður fyrir að hafa í kjölfarið veist að dóttur sinni. Hann var sakaður um að hafa slegið hana með krepptum hnefum beggja handa í bringuna þannig að hún lenti með bakið í vegg. Þá hafi hann tekið með báðum höndum í slopp stúlkunnar og ýtt henni í gólfið. Þar hélt maðurinn áfram þéttingsfast um sloppinn við bringu og þrýsti hné sínu í hægra læri hennar. Stúlkan hlaut mar og eymsli. Lögreglumaðurinn gerði kröfu um að málinu yrði vísað frá á þeim forsendum að lögreglustjóri hefði verið vanhæfur til að fara með rannsókn málsins. Þeirri kröfu var vísað frá bæði í héraði og í Landsrétti. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði lögreglumanninn í maí í fyrra en tveir dómarar af þremur við Landsrétt komst að annarri niðurstöðu í dag. Þær Ingveldur Einarsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir dæmdu hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina á dótturina og fyrir að hafa hrint eiginkonu sinni og haldið henni. Jóhannes Sigurðsson skilaði sératkvæði í málinu. Hann var sammála þeim Ingveldi og Ragnheiði um að hafna frávísunarkröfu mannsins en hann vildi aftur á móti sýkna hann af ákærunum. Taldi hann ekki hafið yfir allan skynsamlegan vafa að maðurinn hefði gerst sekur um brotin. Dómsmál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira
Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Suðurlands sem sýknaði lögreglumann af ákæru um heimilisofbeldi gegn eiginkonu sinni og dóttur. Lögreglumaðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti. Lögreglumaðurinn var ákærður fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni í þvottahúsi á heimili þeirra í desember árið 2016 og slegið hana í andlit eða hrint henni þannig að hún féll á borð. Hann hafi haldið henni liggjandi á bakinu á borðinu þar til hún féll í gólfið. Konan hlaut ýmis konar eymsli og mar af árásinni. Einnig var maðurinn ákærður fyrir að hafa í kjölfarið veist að dóttur sinni. Hann var sakaður um að hafa slegið hana með krepptum hnefum beggja handa í bringuna þannig að hún lenti með bakið í vegg. Þá hafi hann tekið með báðum höndum í slopp stúlkunnar og ýtt henni í gólfið. Þar hélt maðurinn áfram þéttingsfast um sloppinn við bringu og þrýsti hné sínu í hægra læri hennar. Stúlkan hlaut mar og eymsli. Lögreglumaðurinn gerði kröfu um að málinu yrði vísað frá á þeim forsendum að lögreglustjóri hefði verið vanhæfur til að fara með rannsókn málsins. Þeirri kröfu var vísað frá bæði í héraði og í Landsrétti. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði lögreglumanninn í maí í fyrra en tveir dómarar af þremur við Landsrétt komst að annarri niðurstöðu í dag. Þær Ingveldur Einarsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir dæmdu hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina á dótturina og fyrir að hafa hrint eiginkonu sinni og haldið henni. Jóhannes Sigurðsson skilaði sératkvæði í málinu. Hann var sammála þeim Ingveldi og Ragnheiði um að hafna frávísunarkröfu mannsins en hann vildi aftur á móti sýkna hann af ákærunum. Taldi hann ekki hafið yfir allan skynsamlegan vafa að maðurinn hefði gerst sekur um brotin.
Dómsmál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira