Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. maí 2019 07:00 Þórhildur Sunna og Björn Leví, þingmenn Pírata. Vísir/vilhelm Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. Torskilinn munur á afstöðu nefndarinnar til ummæla þingmannanna Björns Levís Gunnarssonar og Þórhildar Sunnu. „Þessi niðurstaða vekur ótal spurningar. Það út af fyrir sig er ótrúverðugt,“ segir Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, um þá niðurstöðu siðanefndar Alþingis að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur þingsins með ummælum sínum um akstur Ásmundar Friðrikssonar í fyrra. Jón, sem var formaður starfshóps forsætisráðherra um traust á stjórnmálum, segir siðanefndina hafa túlkað orð Þórhildar Sunnu með einstrengingslegum hætti og að erfitt sé að fylgja röksemdafærslu nefndarinnar. Niðurstaðan sé ótrúverðug. Meðal þess sem torskiljanlegt kann að þykja er hvers vegna nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að Björn Leví Gunnarsson sé innan marka siðareglna en Þórhildur Sunna ekki. Siðanefndin telur óljóst hvort Björn Leví fullyrði í ummælum á Facebook að Ásmundur sé þjófur eða hvort hann kalli eftir rannsókn á hvort hann sé þjófur. „Ruglingsleg ummæli Björns Levís um hvort Ásmundur væri þjófur – þar sem hann í sömu andránni kallar Ásmund þjóf en segir jafnframt að hann sé ekki að halda því fram að hann sé þjófur – má skoða í því ljósi. Með tilgreindum ummælum hafi hann verið að útskýra að í beiðni um rannsókn felist viss ásökun og hann tekur fram að beiðnin lúti að öllum þingmönnum sem þegið hafa endurgreiðslur vegna aksturs.“ Með þessum rökum kemst siðanefndin að þeirri niðurstöðu að Björn Leví sé innan marka siðareglnanna. Um önnur ummæli Björns Levís á Facebook þar sem hann vísar til „brots“ Ásmundar segir siðanefndin að „[þ]ótt hugtakið „brot“ kunni að hljóma harkalega verður ekki framhjá því litið að reglur um endurgreiðslu aksturskostnaðar þingmanna veita umtalsvert svigrúm og að í þeim geti verið „grá svæði“.“ Þá vísar nefndin til erindis Ásmundar til forsætisnefndar þess efnis að honum hefði orðið ljóst að það orkaði tvímælis að blanda saman ferðum sínum um kjördæmið og ferðum á sama tíma með tökufólki ÍNN. Svo segir í niðurstöðu siðanefndarinnar: „Að framansögðu er það mat siðanefndar að Björn Leví Gunnarsson hafi haldið sig innan þess svigrúms sem þingmenn hafa til að leggja fram gagnrýni hver á annan.“ Öðru máli gegnir hins vegar um ummæli Þórhildar Sunnu. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að fullyrðingar þingmanns um rökstuddan grun um refsivert athæfi annars þingmanns gefi til kynna að hann búi yfir upplýsingum þar að lútandi enda kunni þingmenn í krafti trúnaðarstöðu sinnar að hafa aðgang að ýmsum gögnum og upplýsingum. „Það er mat siðanefndar að órökstuddar aðdróttanir af hálfu þingmanna um refsiverða háttsemi annarra þingmanna sé til þess fallið að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess. [...] Þá telur siðanefnd ummæli af því tagi sem hér eru til umfjöllunar, fela í sér ásökun um að viðkomandi þingmaður hafi brugðist því trúnaðarhlutverki sem þingmönnum er falið við fjárstjórnarvald Alþingis með refsiverðu broti er varðar jafnvel fangelsi, ekki í samræmi við þann ásetning þingmanna að rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika og virðingu fyrir Alþingi, stöðu þess og störfum.“Hin umdeildu ummæli þingmannannaNokkur af ummælum Björns Levís: Okt. 2018: Vissulega hefur verið talað um að rangar skráningar í akstursdagbók geti talist fjársvik [tilvísun í frétt] en enginn þingmaður Pírata hefur ásakað Ásmund um slíkt … fyrr en núna. Nóv. 2018: Hvað ásökunina varðar. Ég get ekki sent inn erindi þar sem ég óska eftir rannsókn án þess að í því felist ásökun. Ég er ekki að segja að hann sé þjófur. Ég er að ásaka hann um þjófnað. Tvennt ólíkt. Nóv. 2018: Hversu heppilegt er að innleiðingu reglna um notkun bílaleigubíla lauk einmitt þegar Ásmundur var kominn á bílaleigubíl – eftir að það var búið að vekja athygli á brotinu?Ummæli Þórhildar Sunnu, 25. febrúar 2018: Við sjáum það að ráðherrar þjóðarinnar eru aldrei látnir sæta afleiðingum, þingmenn þjóðarinnar eru aldrei látnir sæta afleiðingum. Nú er uppi rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hafi dregið að sér fé, almannafé, og við erum ekki að sjá viðbrögð þess efnis að það sé verið að setja á fót rannsókn á þessum efnum Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þórhildur Sunna brotleg að mati siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir braut siðareglur þingsins að mati siðanefndar. Brotið er vegna ummæla um Ásmund Friðriksson og akstur hans. 17. maí 2019 06:15 Skapar hættulegt fordæmi og rýrir tjáningarfrelsi þingmanna í stjórnarandstöðu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður telur að álit siðanefndar Alþingis, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur hans, skapi hættulegt fordæmi og takmarki tjáningarfrelsi alþingismanna í stjórnarandstöðu með óeðlilegum hætti. 17. maí 2019 12:30 „Gamla klíkuverkið er endanlega gengið af göflunum“ Hneykslan og furða vegna niðurstöðu siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. 17. maí 2019 10:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. Torskilinn munur á afstöðu nefndarinnar til ummæla þingmannanna Björns Levís Gunnarssonar og Þórhildar Sunnu. „Þessi niðurstaða vekur ótal spurningar. Það út af fyrir sig er ótrúverðugt,“ segir Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, um þá niðurstöðu siðanefndar Alþingis að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur þingsins með ummælum sínum um akstur Ásmundar Friðrikssonar í fyrra. Jón, sem var formaður starfshóps forsætisráðherra um traust á stjórnmálum, segir siðanefndina hafa túlkað orð Þórhildar Sunnu með einstrengingslegum hætti og að erfitt sé að fylgja röksemdafærslu nefndarinnar. Niðurstaðan sé ótrúverðug. Meðal þess sem torskiljanlegt kann að þykja er hvers vegna nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að Björn Leví Gunnarsson sé innan marka siðareglna en Þórhildur Sunna ekki. Siðanefndin telur óljóst hvort Björn Leví fullyrði í ummælum á Facebook að Ásmundur sé þjófur eða hvort hann kalli eftir rannsókn á hvort hann sé þjófur. „Ruglingsleg ummæli Björns Levís um hvort Ásmundur væri þjófur – þar sem hann í sömu andránni kallar Ásmund þjóf en segir jafnframt að hann sé ekki að halda því fram að hann sé þjófur – má skoða í því ljósi. Með tilgreindum ummælum hafi hann verið að útskýra að í beiðni um rannsókn felist viss ásökun og hann tekur fram að beiðnin lúti að öllum þingmönnum sem þegið hafa endurgreiðslur vegna aksturs.“ Með þessum rökum kemst siðanefndin að þeirri niðurstöðu að Björn Leví sé innan marka siðareglnanna. Um önnur ummæli Björns Levís á Facebook þar sem hann vísar til „brots“ Ásmundar segir siðanefndin að „[þ]ótt hugtakið „brot“ kunni að hljóma harkalega verður ekki framhjá því litið að reglur um endurgreiðslu aksturskostnaðar þingmanna veita umtalsvert svigrúm og að í þeim geti verið „grá svæði“.“ Þá vísar nefndin til erindis Ásmundar til forsætisnefndar þess efnis að honum hefði orðið ljóst að það orkaði tvímælis að blanda saman ferðum sínum um kjördæmið og ferðum á sama tíma með tökufólki ÍNN. Svo segir í niðurstöðu siðanefndarinnar: „Að framansögðu er það mat siðanefndar að Björn Leví Gunnarsson hafi haldið sig innan þess svigrúms sem þingmenn hafa til að leggja fram gagnrýni hver á annan.“ Öðru máli gegnir hins vegar um ummæli Þórhildar Sunnu. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að fullyrðingar þingmanns um rökstuddan grun um refsivert athæfi annars þingmanns gefi til kynna að hann búi yfir upplýsingum þar að lútandi enda kunni þingmenn í krafti trúnaðarstöðu sinnar að hafa aðgang að ýmsum gögnum og upplýsingum. „Það er mat siðanefndar að órökstuddar aðdróttanir af hálfu þingmanna um refsiverða háttsemi annarra þingmanna sé til þess fallið að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess. [...] Þá telur siðanefnd ummæli af því tagi sem hér eru til umfjöllunar, fela í sér ásökun um að viðkomandi þingmaður hafi brugðist því trúnaðarhlutverki sem þingmönnum er falið við fjárstjórnarvald Alþingis með refsiverðu broti er varðar jafnvel fangelsi, ekki í samræmi við þann ásetning þingmanna að rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika og virðingu fyrir Alþingi, stöðu þess og störfum.“Hin umdeildu ummæli þingmannannaNokkur af ummælum Björns Levís: Okt. 2018: Vissulega hefur verið talað um að rangar skráningar í akstursdagbók geti talist fjársvik [tilvísun í frétt] en enginn þingmaður Pírata hefur ásakað Ásmund um slíkt … fyrr en núna. Nóv. 2018: Hvað ásökunina varðar. Ég get ekki sent inn erindi þar sem ég óska eftir rannsókn án þess að í því felist ásökun. Ég er ekki að segja að hann sé þjófur. Ég er að ásaka hann um þjófnað. Tvennt ólíkt. Nóv. 2018: Hversu heppilegt er að innleiðingu reglna um notkun bílaleigubíla lauk einmitt þegar Ásmundur var kominn á bílaleigubíl – eftir að það var búið að vekja athygli á brotinu?Ummæli Þórhildar Sunnu, 25. febrúar 2018: Við sjáum það að ráðherrar þjóðarinnar eru aldrei látnir sæta afleiðingum, þingmenn þjóðarinnar eru aldrei látnir sæta afleiðingum. Nú er uppi rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hafi dregið að sér fé, almannafé, og við erum ekki að sjá viðbrögð þess efnis að það sé verið að setja á fót rannsókn á þessum efnum
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þórhildur Sunna brotleg að mati siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir braut siðareglur þingsins að mati siðanefndar. Brotið er vegna ummæla um Ásmund Friðriksson og akstur hans. 17. maí 2019 06:15 Skapar hættulegt fordæmi og rýrir tjáningarfrelsi þingmanna í stjórnarandstöðu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður telur að álit siðanefndar Alþingis, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur hans, skapi hættulegt fordæmi og takmarki tjáningarfrelsi alþingismanna í stjórnarandstöðu með óeðlilegum hætti. 17. maí 2019 12:30 „Gamla klíkuverkið er endanlega gengið af göflunum“ Hneykslan og furða vegna niðurstöðu siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. 17. maí 2019 10:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Þórhildur Sunna brotleg að mati siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir braut siðareglur þingsins að mati siðanefndar. Brotið er vegna ummæla um Ásmund Friðriksson og akstur hans. 17. maí 2019 06:15
Skapar hættulegt fordæmi og rýrir tjáningarfrelsi þingmanna í stjórnarandstöðu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður telur að álit siðanefndar Alþingis, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur hans, skapi hættulegt fordæmi og takmarki tjáningarfrelsi alþingismanna í stjórnarandstöðu með óeðlilegum hætti. 17. maí 2019 12:30
„Gamla klíkuverkið er endanlega gengið af göflunum“ Hneykslan og furða vegna niðurstöðu siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. 17. maí 2019 10:49