Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 19. maí 2019 16:30 Flugvélarnar eru á leiðinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast 75 ára afmælis innrásarinnar í Normandí. Ddaysquadron/Tom Demerly Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15, samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu vélanna hérlendis. Vélarnar eru af gerðinni Douglas Dakota C-47, eins og hernaðarútgáfan var kölluð, og DC-3, en svo nefndist borgaralega útgáfan. Þær eru á leiðinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að taka þátt í athöfnum til að minnast þess að þann 6. júní næstkomandi verða 75 ár liðin frá D-deginum árið 1944, sem markaði upphaf innrásarinnar í Normandí í Frakklandi.Þristurinn sem væntanlegur er í kvöld kallast Clipper Tabitha May.Mynd/DdaysquadronSíðdegis á morgun eru ellefu vélar væntanlegar saman til Reykjavíkur og verður það stærsta hópflugið. Það ræðst þó af veðurspá hvort sú tímasetning stenst. Vélin sem væntanleg er í kvöld kallast Clipper Tabitha May en óvíst er hver endanlegur fjöldi verður. Flugflotanum verður lagt norðan við Loftleiðahótelið. Stefnt er að því að almenningi verði gefinn kostur á að skoða flugvélarnar á þriðjudag en áformað er að þær fljúgi áfram til Skotlands á miðvikudag. Vonast er til að hægt verði að fljúga íslenska þristinum Páli Sveinssyni frá Akureyri til Reykjavíkur á morgun til heiðurs flugflotanum. Það er þó háð því að flugvirkjum takist í tæka tíð að lagfæra olíuleka á öðrum hreyflinum, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Hér má fylgjast með flugi Clipper Tabitha May, en hún hefur skrásetningarstafina N33611. Lesa má um leiðangurinn á heimasíðu D-Day Squadron. Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15, samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu vélanna hérlendis. Vélarnar eru af gerðinni Douglas Dakota C-47, eins og hernaðarútgáfan var kölluð, og DC-3, en svo nefndist borgaralega útgáfan. Þær eru á leiðinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að taka þátt í athöfnum til að minnast þess að þann 6. júní næstkomandi verða 75 ár liðin frá D-deginum árið 1944, sem markaði upphaf innrásarinnar í Normandí í Frakklandi.Þristurinn sem væntanlegur er í kvöld kallast Clipper Tabitha May.Mynd/DdaysquadronSíðdegis á morgun eru ellefu vélar væntanlegar saman til Reykjavíkur og verður það stærsta hópflugið. Það ræðst þó af veðurspá hvort sú tímasetning stenst. Vélin sem væntanleg er í kvöld kallast Clipper Tabitha May en óvíst er hver endanlegur fjöldi verður. Flugflotanum verður lagt norðan við Loftleiðahótelið. Stefnt er að því að almenningi verði gefinn kostur á að skoða flugvélarnar á þriðjudag en áformað er að þær fljúgi áfram til Skotlands á miðvikudag. Vonast er til að hægt verði að fljúga íslenska þristinum Páli Sveinssyni frá Akureyri til Reykjavíkur á morgun til heiðurs flugflotanum. Það er þó háð því að flugvirkjum takist í tæka tíð að lagfæra olíuleka á öðrum hreyflinum, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Hér má fylgjast með flugi Clipper Tabitha May, en hún hefur skrásetningarstafina N33611. Lesa má um leiðangurinn á heimasíðu D-Day Squadron.
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44
Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15
Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56