Lífið

Lét henda vinnufélaga sínum út af Petersen vegna aldurs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessi mynd af Alberti með vini sínum Ásgeiri Berki vakti mikla athygli í mars. Þar reyndu þeir að líkjast Sunnevu Einars samfélagsmiðlastjörnu með mynd. Albert túlkar þar Sunnevu sjálfa.
Þessi mynd af Alberti með vini sínum Ásgeiri Berki vakti mikla athygli í mars. Þar reyndu þeir að líkjast Sunnevu Einars samfélagsmiðlastjörnu með mynd. Albert túlkar þar Sunnevu sjálfa.

Albert Brynjar Ingason er án efa einhver efnilegasti tístari landsins og slær hann oft á tíðum í gegn með skemmtilegum færslum. Nýjasta færsla hans er myndband sem slegið hefur í gegn.

Albert fékk sent snapchat skilaboð frá vinnufélaga sínum sem var staddur á Petersen svítunni að fá sér einn bjór. Sá er ekki kominn með aldur til að vera á staðnum og því ekki kominn með aldur til að drekka áfengi.

Albert hringdi í starfsmann Petersen-svítunnar og lét vita af því að það væri maður inni á staðnum að drekka áfengi undir lögaldri. Í kjölfarið var manninum vikið út en Albert birti hljóðupptöku frá símtalinu á Twitter og lét einnig fylgja með skilaboð frá vinnufélaganum.

Þar stóð: „Þú ert ekki í lagi. Leiðist þér í alvörunni svona mikið?“

Albert svaraði: „Var þér hent út?“ og þá svaraði vinnufélaginn: „já“

Albert lauk því samtalinu með því að skrifa: „Glæsilegt. Þá sjáumst við bara ferskir í fyrramálið.“

Hér að neðan má hlusta á hljóðupptökuna og mynd af samskiptum þeirra.


Tengdar fréttir

Nektarmyndartakan olli mömmu áhyggjum

"Án gríns bara frá því ég sá þessa mynd í desember, hef ég alltaf pælt í því hvernig þetta gat bara atvikast. Vinkonur á nærfötunum upp í rúmi að fá sér kaffibolla, það eitt og sér er auðvitað bara geggjað.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.