Lífið

Lét henda vinnufélaga sínum út af Petersen vegna aldurs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessi mynd af Alberti með vini sínum Ásgeiri Berki vakti mikla athygli í mars. Þar reyndu þeir að líkjast Sunnevu Einars samfélagsmiðlastjörnu með mynd. Albert túlkar þar Sunnevu sjálfa.
Þessi mynd af Alberti með vini sínum Ásgeiri Berki vakti mikla athygli í mars. Þar reyndu þeir að líkjast Sunnevu Einars samfélagsmiðlastjörnu með mynd. Albert túlkar þar Sunnevu sjálfa.
Albert Brynjar Ingason er án efa einhver efnilegasti tístari landsins og slær hann oft á tíðum í gegn með skemmtilegum færslum. Nýjasta færsla hans er myndband sem slegið hefur í gegn.

Albert fékk sent snapchat skilaboð frá vinnufélaga sínum sem var staddur á Petersen svítunni að fá sér einn bjór. Sá er ekki kominn með aldur til að vera á staðnum og því ekki kominn með aldur til að drekka áfengi.

Albert hringdi í starfsmann Petersen-svítunnar og lét vita af því að það væri maður inni á staðnum að drekka áfengi undir lögaldri. Í kjölfarið var manninum vikið út en Albert birti hljóðupptöku frá símtalinu á Twitter og lét einnig fylgja með skilaboð frá vinnufélaganum.

Þar stóð: „Þú ert ekki í lagi. Leiðist þér í alvörunni svona mikið?“

Albert svaraði: „Var þér hent út?“ og þá svaraði vinnufélaginn: „já“

Albert lauk því samtalinu með því að skrifa: „Glæsilegt. Þá sjáumst við bara ferskir í fyrramálið.“

Hér að neðan má hlusta á hljóðupptökuna og mynd af samskiptum þeirra.


Tengdar fréttir

Nektarmyndartakan olli mömmu áhyggjum

"Án gríns bara frá því ég sá þessa mynd í desember, hef ég alltaf pælt í því hvernig þetta gat bara atvikast. Vinkonur á nærfötunum upp í rúmi að fá sér kaffibolla, það eitt og sér er auðvitað bara geggjað.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×