Lífið

Þrettán ára drengur frá Indlandi stal senunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlega skemmtilegur strákur.
Ótrúlega skemmtilegur strákur.
Dansarinn Akshat Singh fór á kostum í áheyrnarprufu í breska skemmtiþættinum Britain´s Got Talent á dögunum.

Singh er þrettán ára gamall og kemur frá Múmbæ í Indlandi. Markmið hans er að gera alla í kringum sig glaða og sýna að ekkert sé óyfirstíganlegt.

Kappinn kom heldur betur á óvart með dansatriði sínu og var það góður að kynnar þáttarins, þeir Ant og Dec hlupu af sviðinu til að ýta á gullhnappinn sjálfan. Það skilar drengnum alla leið í úrslit.

Hér að neðan má sjá drenginn fara á kostum.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×