Verðlaunapeningar voru merktir „þroskaheftum“ Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 7. maí 2019 22:43 Verðlaunapeningarnir sem merktir voru „þroskaheftum". Aðsend Verðlaunapeningar sem veittir voru í flokki þroskaskertra á Hængsmótinu á Akureyri um helgina voru merktir „þroskaheftum.“ Þetta kemur fram í færslu Ólafs Þórðarsonar sem hann deildi á facebook en þar sagði hann sig vera búinn að fá sig fullsaddan af þessari orðanotkun. Fréttablaðið greindi frá þessu fyrr í kvöld. „Ég er löngu búinn að fá mig fullsaddan af þessari orðanotkun. Ég og fleiri erum margoft búin að benda á þetta. Ég veit til þess að margir keppendur eru sama sinnis.“ Ólafur sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hafi áður bent forsvarsmönnum Hængsmótsins á þetta en ekki fengið svör. Slíkt orðalag sé í besta falli mjög óheppilegt. Hann bendir á að tala ætti við þann hóp sem keppir og spyrjast fyrir um hvað þau vilji kalla flokkinn. Hængsmótið er opið íþróttamót sem haldið er fyrir fatlaða og þroskaskerta einstaklinga. Björn Guðmundsson, félagi í Lionsklúbbnum Hæng, baðst afsökunar á mistökunum í athugasemd við færslu Ólafs. „Ég er félagi í Lionsklúbbnum Hæng og langar að segja að þetta eru leið mistök og sjálfsagt að biðjast afsökunar á þeim. Eina sem hægt er að gera er að biðjast aftur afsökunar og koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Ég vona að þetta atriði hafi ekki eyðilagt komuna til Akureyrar og upplifun keppenda af Hængsmótinu sem haldið hefur verið í 37 ár af okkur Lionsfélögum.“ Í skjáskoti sem birt var í athugasemd við færsluna má sjá afsökunarbeiðni frá Lionsklúbbnum Hæng sem var svar við athugasemd sem þeim var send í einkaskilaboðum. „Sæll, við hörmum þessi mistök að hafa sent þessa peninga út frá okkur og eru það stór mistök af okkar hálfu að hafa ekki farið yfir það hvað á þeim stóð. Á mótinu sjálfu hét þetta eins og þetta hefur alltaf verið flokkur þroskahamlaðra en alls ekki þroskaheftra. Við munum innkalla alla þessa peninga enda á þetta orðskrípi hvergi að koma fram. Það mun koma yfirlýsing frá klúbbnum innan skamms þar sem formlega verður beðist afsökunar á þessum leiðu mistökum. Þessi áletrun var ekki það sem beðið var um en mistökin eru okkar að fara ekki yfir verðlaunin áður en þau voru afhent.“ Akureyri Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Verðlaunapeningar sem veittir voru í flokki þroskaskertra á Hængsmótinu á Akureyri um helgina voru merktir „þroskaheftum.“ Þetta kemur fram í færslu Ólafs Þórðarsonar sem hann deildi á facebook en þar sagði hann sig vera búinn að fá sig fullsaddan af þessari orðanotkun. Fréttablaðið greindi frá þessu fyrr í kvöld. „Ég er löngu búinn að fá mig fullsaddan af þessari orðanotkun. Ég og fleiri erum margoft búin að benda á þetta. Ég veit til þess að margir keppendur eru sama sinnis.“ Ólafur sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hafi áður bent forsvarsmönnum Hængsmótsins á þetta en ekki fengið svör. Slíkt orðalag sé í besta falli mjög óheppilegt. Hann bendir á að tala ætti við þann hóp sem keppir og spyrjast fyrir um hvað þau vilji kalla flokkinn. Hængsmótið er opið íþróttamót sem haldið er fyrir fatlaða og þroskaskerta einstaklinga. Björn Guðmundsson, félagi í Lionsklúbbnum Hæng, baðst afsökunar á mistökunum í athugasemd við færslu Ólafs. „Ég er félagi í Lionsklúbbnum Hæng og langar að segja að þetta eru leið mistök og sjálfsagt að biðjast afsökunar á þeim. Eina sem hægt er að gera er að biðjast aftur afsökunar og koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Ég vona að þetta atriði hafi ekki eyðilagt komuna til Akureyrar og upplifun keppenda af Hængsmótinu sem haldið hefur verið í 37 ár af okkur Lionsfélögum.“ Í skjáskoti sem birt var í athugasemd við færsluna má sjá afsökunarbeiðni frá Lionsklúbbnum Hæng sem var svar við athugasemd sem þeim var send í einkaskilaboðum. „Sæll, við hörmum þessi mistök að hafa sent þessa peninga út frá okkur og eru það stór mistök af okkar hálfu að hafa ekki farið yfir það hvað á þeim stóð. Á mótinu sjálfu hét þetta eins og þetta hefur alltaf verið flokkur þroskahamlaðra en alls ekki þroskaheftra. Við munum innkalla alla þessa peninga enda á þetta orðskrípi hvergi að koma fram. Það mun koma yfirlýsing frá klúbbnum innan skamms þar sem formlega verður beðist afsökunar á þessum leiðu mistökum. Þessi áletrun var ekki það sem beðið var um en mistökin eru okkar að fara ekki yfir verðlaunin áður en þau voru afhent.“
Akureyri Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira