Aðeins fimm daga bið eftir greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Sveinn Arnarsson skrifar 8. maí 2019 08:00 Ekki er bið á því að komast í greiningu hjá Krabbameinsfélaginu. Aðeins fimm daga tekur að lesa úr röntgenmyndum í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir það í takt við evrópskar leiðbeiningar þar um. Á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag var fjallað um skort á röntgenlæknum við skimun eftir brjóstakrabbameinum. Eftir umfjöllun blaðsins bárust Krabbameinsfélaginu ábendingar um að skilja mætti greinina svo að vegna skorts á læknum væru tafir á myndgreiningu, það er úrlestri röntgenmynda eftir skimun fyrir brjóstakrabbameini. „Rétt er að árétta að svo er alls ekki heldur liggja niðurstöður röntgenmynda sem teknar eru við skimanir fyrir brjóstakrabbameini að jafnaði fyrir innan fimm daga frá því að skimun fer fram,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. „Ef niðurstöður röntgenmynda benda til að eitthvað krefjist frekari skoðunar er konum vísað í svokallaða sérskoðun af brjóstum, sem felst oftast í ómskoðun og eða ástungu.“ Því er ekki svo að bið sé eftir þjónustunni frá Krabbameinsfélaginu. Að jafnaði er um 4 prósentum kvenna vísað í sérskoðun í framhaldi af skimun. Biðtími eftir þeirri skoðun var á tímabili allt of langur, eftir að framkvæmd skoðananna færðist til Landspítala þann 1. janúar 2017. „Til að vinna niður biðlista hefur spítalinn endurtekið ráðið lækna að utan tímabundið. Ráðstafanir spítalans hafa gert það að verkum að biðtími eftir sérskoðunum hefur styst en enn þarf að bæta í til að biðin sé ekki lengri en tvær vikur eins og kveðið er á um í evrópskum leiðbeiningum,“ segir Halla enn fremur. „Ljóst er að finna þarf leiðir sem duga til þess að biðtími sé alltaf innan ásættanlegra marka og ekki verði til biðlisti sem krefst sérstaks átaks að ná niður.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Aðeins fimm daga tekur að lesa úr röntgenmyndum í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir það í takt við evrópskar leiðbeiningar þar um. Á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag var fjallað um skort á röntgenlæknum við skimun eftir brjóstakrabbameinum. Eftir umfjöllun blaðsins bárust Krabbameinsfélaginu ábendingar um að skilja mætti greinina svo að vegna skorts á læknum væru tafir á myndgreiningu, það er úrlestri röntgenmynda eftir skimun fyrir brjóstakrabbameini. „Rétt er að árétta að svo er alls ekki heldur liggja niðurstöður röntgenmynda sem teknar eru við skimanir fyrir brjóstakrabbameini að jafnaði fyrir innan fimm daga frá því að skimun fer fram,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. „Ef niðurstöður röntgenmynda benda til að eitthvað krefjist frekari skoðunar er konum vísað í svokallaða sérskoðun af brjóstum, sem felst oftast í ómskoðun og eða ástungu.“ Því er ekki svo að bið sé eftir þjónustunni frá Krabbameinsfélaginu. Að jafnaði er um 4 prósentum kvenna vísað í sérskoðun í framhaldi af skimun. Biðtími eftir þeirri skoðun var á tímabili allt of langur, eftir að framkvæmd skoðananna færðist til Landspítala þann 1. janúar 2017. „Til að vinna niður biðlista hefur spítalinn endurtekið ráðið lækna að utan tímabundið. Ráðstafanir spítalans hafa gert það að verkum að biðtími eftir sérskoðunum hefur styst en enn þarf að bæta í til að biðin sé ekki lengri en tvær vikur eins og kveðið er á um í evrópskum leiðbeiningum,“ segir Halla enn fremur. „Ljóst er að finna þarf leiðir sem duga til þess að biðtími sé alltaf innan ásættanlegra marka og ekki verði til biðlisti sem krefst sérstaks átaks að ná niður.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira