MMR: Íslendingar bjartsýnir á gott gengi Hatara Birgir Olgeirsson skrifar 8. maí 2019 14:29 Hatari hefur nú þegar vakið mikla athygli úti. Mynd/Rúv Áttatíu prósent svarenda könnunar MMR telja að Hatari muni komast upp úr undariðlinum og keppa til úrslita í Eurovision í Tel Aviv í næstu viku. Um fjórðungur svarenda spáir því að Hatari muni enda í einum af fimm efstu sætum keppninnar og 25 prósent spá sveitinni í sjötta til tíunda sæti. Þá sögðust 14% svarenda telja að lag Hatara muni lenda í 11.-15. sæti, 13% sögðust telja það að það muni lenda í 16.-20. sæti og 4% spáðu 21.-25. sæti. 4% spáðu gengi á bilinu 26.-30. sæti, 3% kváðust telja að íslenska lagið myndi enda í 31.-35. sæti og 13% voru svartsýn á ágæti lagsins og töldu það líklegt til að reka lestina í 36.-14. sæti. Óhætt er að segja að landsmenn séu nokkuð bjartsýnni á gott gengi Hatara heldur en þeir voru fyrir Our choice, framlagi Íslands á síðasta ári en þá spáðu 34% Íslandi einu af átta neðstu sætum keppninnar (36.-43. sæti). Jákvæðni gagnvart gengi Íslands í Eurovision keppni þessa árs var mest hjá yngri aldurshópum og spáðu 64% svarenda á aldrinum 18-29 ára og 58% þeirra 30-49 ára íslenska laginu einu af tíu efstu sætum keppninnar en 32% svarenda undir 50 ára aldri spáði laginu einu af fimm efstu sætunum. Hins vegar spáðu rétt 35% svarenda á aldrinum 50-67 ára og 25% þeirra 68 ára og eldri að Hatari næði að hreppa sæti á meðal þeirra tíu efstu. Þá reyndust svarendur búsettir á höfuðborgarsvæðinu örlítið bjartsýnni á gengi íslensku strákana heldur en landsbyggðarbúar en 51% svarenda af höfuðborgarsvæðinu sögðust telja að íslenska framlagið myndi lenda í einu af tíu efstu sætum keppninnar, samanborið við 45% þeirra af landsbyggðinni. Landsbyggðarbúar reyndust hins vegar líklegri til að spá Hatara einu af 6 neðstu sætum keppninnar (17%) heldur en þau af höfuðborgarsvæðinu (10%). Lítill munur reyndist á afstöðu eftir kyni. Stuðningsfólk Pírata (58%), Viðreisnar (56%) og Samfylkingar (56%) reyndust líklegri en stuðningsfólk annarra flokka til að spá því að íslenska framlagið muni lenda í einu af tíu efstu sætum söngvakeppninnar. Stuðningsfólk Miðflokks (35%) og Framsóknar (18%) reyndust hins vegar líklegast af stuðningsfólki allra flokka til að spá því að Hatari lendi í 36.-41. sæti keppninnar í ár. Eurovision Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Sjá meira
Áttatíu prósent svarenda könnunar MMR telja að Hatari muni komast upp úr undariðlinum og keppa til úrslita í Eurovision í Tel Aviv í næstu viku. Um fjórðungur svarenda spáir því að Hatari muni enda í einum af fimm efstu sætum keppninnar og 25 prósent spá sveitinni í sjötta til tíunda sæti. Þá sögðust 14% svarenda telja að lag Hatara muni lenda í 11.-15. sæti, 13% sögðust telja það að það muni lenda í 16.-20. sæti og 4% spáðu 21.-25. sæti. 4% spáðu gengi á bilinu 26.-30. sæti, 3% kváðust telja að íslenska lagið myndi enda í 31.-35. sæti og 13% voru svartsýn á ágæti lagsins og töldu það líklegt til að reka lestina í 36.-14. sæti. Óhætt er að segja að landsmenn séu nokkuð bjartsýnni á gott gengi Hatara heldur en þeir voru fyrir Our choice, framlagi Íslands á síðasta ári en þá spáðu 34% Íslandi einu af átta neðstu sætum keppninnar (36.-43. sæti). Jákvæðni gagnvart gengi Íslands í Eurovision keppni þessa árs var mest hjá yngri aldurshópum og spáðu 64% svarenda á aldrinum 18-29 ára og 58% þeirra 30-49 ára íslenska laginu einu af tíu efstu sætum keppninnar en 32% svarenda undir 50 ára aldri spáði laginu einu af fimm efstu sætunum. Hins vegar spáðu rétt 35% svarenda á aldrinum 50-67 ára og 25% þeirra 68 ára og eldri að Hatari næði að hreppa sæti á meðal þeirra tíu efstu. Þá reyndust svarendur búsettir á höfuðborgarsvæðinu örlítið bjartsýnni á gengi íslensku strákana heldur en landsbyggðarbúar en 51% svarenda af höfuðborgarsvæðinu sögðust telja að íslenska framlagið myndi lenda í einu af tíu efstu sætum keppninnar, samanborið við 45% þeirra af landsbyggðinni. Landsbyggðarbúar reyndust hins vegar líklegri til að spá Hatara einu af 6 neðstu sætum keppninnar (17%) heldur en þau af höfuðborgarsvæðinu (10%). Lítill munur reyndist á afstöðu eftir kyni. Stuðningsfólk Pírata (58%), Viðreisnar (56%) og Samfylkingar (56%) reyndust líklegri en stuðningsfólk annarra flokka til að spá því að íslenska framlagið muni lenda í einu af tíu efstu sætum söngvakeppninnar. Stuðningsfólk Miðflokks (35%) og Framsóknar (18%) reyndust hins vegar líklegast af stuðningsfólki allra flokka til að spá því að Hatari lendi í 36.-41. sæti keppninnar í ár.
Eurovision Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Sjá meira