Til skoðunar að lækka hámarkshraða á Snorrabraut, Langholtsvegi og víðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2019 11:41 Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar. Meirihluti þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðarslysum í borginni eru hjólandi og gangandi vegfarendur. Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir það vera til skoðunar að lækka hámarkshraða víða í borginni. Þannig megi draga úr líkum á því að þeir sem verði fyrir bílum hljóti alvarleg meiðsl. Umferðaröryggisráð og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið efndu í morgun til fundar um umferðaröryggi þar sem farið var yfir slysatölfræði fyrir árið 2018. Í fyrra skráði Samgöngustofa 197 tilvik þar sem hjólandi eða gangandi vegfarendur slösuðust eða létust. Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, bendir á reiðhjólaumferð hafi aukist mikið og að árið 2017 hafi til að mynda sjö prósent allra vegfarenda í Reykjavík verið á hjóli. Samhliða þessu hafi slysum fjölgað og við því þurfi að bregðast. „Yfir fimmtíu prósent alvarlegra og banaslysa í Reykjavík eru á þessum mjúku vegfarendahópum [hjólandi og gangndi]. Þannig við þurfum að einblína mjög sterkt á að vernda þá betur og bæta öryggi þeirra með öllum tiltækum ráðum," segir Þorsteinn.Yfir helmingur þeirra sem slösuðust alvarlega eða létust í umferðinni í Reykjavík í fyrra voru gangandi eða hjólandi.Vísir/GettyUndir þetta falla meðal annars vegfarendur sem eru á leið til og frá strætisvögnum. Þorsteinn gerir ráð fyrir að hópurinn haldi áfram að stækka og því þurfi að grípa til aðgerða, eigi að vera hægt að tryggja öryggi þeirra. „Það sem er gríðarlega mikilvægt í okkar huga er aukið hraðaeftirlit og rauðljósaeftirlit. Að bæta það og reyna helst að gera það með rafrænum hætti og nota tæknina í það. Hraðalækkun er gríðarlega mikilvæg, þannig að þegar að það verður slys, að þá sé ökutæki á sem minnstum hraða," segir Þorsteinn. Hann bendir á að átak í hraðalækknum í hverfum hafi skilað árangri, þar sem hámarkshraði var færður niður í þrjátíu. Nú eigi að ráðast í nýtt átak. „Við erum stöðugt að horfa á hvort við eigum að færa fleiri götur niður í þrjátíu. En það eru tengibrautir inni í borginni sem við viljum gjarnan fara að færa úr fimmtíu og niður í fjörtíu, sem lið í nýrri umferðaröryggisáætlun."Eins og hvaða brautir? „Við erum að tala um Snorrabraut, Lönguhlíð, Langholtsveg, svo ég nefni einhver einstök dæmi." Hvenær gæti þetta gerst? „Bara vonandi á þessu eða næsta ári," segir Þorsteinn. Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Meirihluti þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðarslysum í borginni eru hjólandi og gangandi vegfarendur. Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir það vera til skoðunar að lækka hámarkshraða víða í borginni. Þannig megi draga úr líkum á því að þeir sem verði fyrir bílum hljóti alvarleg meiðsl. Umferðaröryggisráð og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið efndu í morgun til fundar um umferðaröryggi þar sem farið var yfir slysatölfræði fyrir árið 2018. Í fyrra skráði Samgöngustofa 197 tilvik þar sem hjólandi eða gangandi vegfarendur slösuðust eða létust. Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, bendir á reiðhjólaumferð hafi aukist mikið og að árið 2017 hafi til að mynda sjö prósent allra vegfarenda í Reykjavík verið á hjóli. Samhliða þessu hafi slysum fjölgað og við því þurfi að bregðast. „Yfir fimmtíu prósent alvarlegra og banaslysa í Reykjavík eru á þessum mjúku vegfarendahópum [hjólandi og gangndi]. Þannig við þurfum að einblína mjög sterkt á að vernda þá betur og bæta öryggi þeirra með öllum tiltækum ráðum," segir Þorsteinn.Yfir helmingur þeirra sem slösuðust alvarlega eða létust í umferðinni í Reykjavík í fyrra voru gangandi eða hjólandi.Vísir/GettyUndir þetta falla meðal annars vegfarendur sem eru á leið til og frá strætisvögnum. Þorsteinn gerir ráð fyrir að hópurinn haldi áfram að stækka og því þurfi að grípa til aðgerða, eigi að vera hægt að tryggja öryggi þeirra. „Það sem er gríðarlega mikilvægt í okkar huga er aukið hraðaeftirlit og rauðljósaeftirlit. Að bæta það og reyna helst að gera það með rafrænum hætti og nota tæknina í það. Hraðalækkun er gríðarlega mikilvæg, þannig að þegar að það verður slys, að þá sé ökutæki á sem minnstum hraða," segir Þorsteinn. Hann bendir á að átak í hraðalækknum í hverfum hafi skilað árangri, þar sem hámarkshraði var færður niður í þrjátíu. Nú eigi að ráðast í nýtt átak. „Við erum stöðugt að horfa á hvort við eigum að færa fleiri götur niður í þrjátíu. En það eru tengibrautir inni í borginni sem við viljum gjarnan fara að færa úr fimmtíu og niður í fjörtíu, sem lið í nýrri umferðaröryggisáætlun."Eins og hvaða brautir? „Við erum að tala um Snorrabraut, Lönguhlíð, Langholtsveg, svo ég nefni einhver einstök dæmi." Hvenær gæti þetta gerst? „Bara vonandi á þessu eða næsta ári," segir Þorsteinn.
Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira