Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Til stendur að fækka bensínstöðvum í Reykjavíkurborg um helming fyrir árið 2025 sem þýðir að minnsta kosti tuttugu bensínstöðvar hverfi úr borginni. Þessi stefna var samþykkt í borgarráði í dag og nánar verður rætt við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 um málið.

Einnig verður fjallað um nýja skýrslu Samgöngustofu en þar segir meðal annars að nærri þrefalt fleiri slösuðust í umferðarslysum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna í fyrra en fyrir áratug. Rætt verður við samgönguráðherra sem segir málið vera skoðað í tengslum við breytingar á umferðarlögum.

Við ræðum einnig við Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem segir Ísland get hafnað staðfestingu reglna þriðja orkupakkans. Það hefði hins vegar ófyrirséðar afleiðingar gagnvart Evrópusambandinu og gæti teflt aðild Íslands að EES-samningnum í tvísýnu.

Við fjöllum um ónýttan ofanflóðasjóð, tilraunir Norður-Kóreu með skammdrægar eldflaugar og sjáum pólskan karlakór taka íslenska þjóðsönginn.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×