Segir framgöngu Isavia geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. apríl 2019 19:00 Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia, í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation (ALC), eigenda flugvélar WOW air sem kyrrsett er á Keflavíkurflugvelli, geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. Í aðfararbeiðni bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC vegna vélarinnar segir að Isavia hafi skort heimildir til að leyfa WOW að safna tæplega tveggja milljarða króna skuldum við Keflavíkurflugvöll í níu mánuði og telja lögmenn ALC að Isavia hafi bakað sér bótaábyrð. Aðfararbeiðni hefur verið lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti af hendi farþegaþotuna.Isavia telur fullnægjandi lagaheimildir fyrir kyrrsetningu á flugvélinni. Þá segir í aðfararbeiðninni að Isavia kunni að leiða til þess að flugvélaleigusalar muni forðast, takmarka eða jafnvel banna leigutökum véla sinna að beina þeim um flugvöllinn í Keflavík. Er það byggt á því að reynsla þeirra af samskiptum við Isavia sýni að ekki sé tryggt að farið sé að lögum og reglum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, tekur í sama streng og segir framgöngu Isavia geta haft neikvæð áhrif á ímynd Icelandair.„Það er ákveðin hætta á því að þetta skaði orðspor Íslands sem flugrekstarlands og þar á meðal flugfélaga eins og okkar og þetta gæti haft neikvæð á fjármunakjör okkar til framtíðar,“ segir Bogi Nils. Hann hefur áður gagnrýnt skuldasöfnun WOW á Keflavíkurflugvelli, og sagt illskiljanlegt að Isavia, fyrirtæki í opinberri eigu, taki þátt í því að fjármagna taprekstur og þar með skekkja samkeppnisstöðu á markaði. Hann segir það hafa komið sér verulega á óvart hve lengi WOW air hafi ekki staðið í skilum við Isavia. „Og að fjárhæðirnar skyldu verða svona háar að það skyldi ekki vera brugðist við fyrr. Með þessu var verið að skapa ákveðnar væntingar í ferðaþjónustunni á Íslandi sem voru byggðar á sandi að einhverju leyti,“ segir Bogi Nils. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia, í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation (ALC), eigenda flugvélar WOW air sem kyrrsett er á Keflavíkurflugvelli, geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. Í aðfararbeiðni bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC vegna vélarinnar segir að Isavia hafi skort heimildir til að leyfa WOW að safna tæplega tveggja milljarða króna skuldum við Keflavíkurflugvöll í níu mánuði og telja lögmenn ALC að Isavia hafi bakað sér bótaábyrð. Aðfararbeiðni hefur verið lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti af hendi farþegaþotuna.Isavia telur fullnægjandi lagaheimildir fyrir kyrrsetningu á flugvélinni. Þá segir í aðfararbeiðninni að Isavia kunni að leiða til þess að flugvélaleigusalar muni forðast, takmarka eða jafnvel banna leigutökum véla sinna að beina þeim um flugvöllinn í Keflavík. Er það byggt á því að reynsla þeirra af samskiptum við Isavia sýni að ekki sé tryggt að farið sé að lögum og reglum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, tekur í sama streng og segir framgöngu Isavia geta haft neikvæð áhrif á ímynd Icelandair.„Það er ákveðin hætta á því að þetta skaði orðspor Íslands sem flugrekstarlands og þar á meðal flugfélaga eins og okkar og þetta gæti haft neikvæð á fjármunakjör okkar til framtíðar,“ segir Bogi Nils. Hann hefur áður gagnrýnt skuldasöfnun WOW á Keflavíkurflugvelli, og sagt illskiljanlegt að Isavia, fyrirtæki í opinberri eigu, taki þátt í því að fjármagna taprekstur og þar með skekkja samkeppnisstöðu á markaði. Hann segir það hafa komið sér verulega á óvart hve lengi WOW air hafi ekki staðið í skilum við Isavia. „Og að fjárhæðirnar skyldu verða svona háar að það skyldi ekki vera brugðist við fyrr. Með þessu var verið að skapa ákveðnar væntingar í ferðaþjónustunni á Íslandi sem voru byggðar á sandi að einhverju leyti,“ segir Bogi Nils.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira