Eigandi WOW-vélarinnar leitar til dómstóla vegna Isavia Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2019 08:48 Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan í mars. Vísir/vilhelm Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, ALC, eigandi vélarinnar TF-GPA sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli, hefur lagt fram aðfararbeiðni í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti vélina af hendi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Morgunblaðið hefur upp úr aðfararbeiðninni að ALC fullyrði að Isavia skorti lagaheimild til að halda vélinni. ALC hafi til að mynda ekki verið tilkynnt um kyrrsetninguna fyrr en mörgum klukkustundum eftir að WOW air var úrskurðað gjaldþrota. Þá hafi Isavia farið á svig við eigin reglur með því að veita WOW air lánafyrirgreiðslu með þeim hætti sem gert var. Í aðfararbeiðninni komi einnig fram að flugvélaleigusalar muni forðast, takmarka eða jafnvel banna leigutökum véla sinna að beina þeim um Keflavíkurflugvöll vegna framgöngu Isavia í málinu. Þetta mat byggi ALC á því að reynslan af samskiptum við Isavia sýni að ekki sé tryggt að farið sé að lögum og reglum. Þá hefur Morgunblaðið eftir heimildum sínum að boðað hafi verið til fyrirtöku málsins í héraðsdómi á þriðjudag. Því hefur verið haldið fram að skuld WOW air við Isavia nemi um tveimur milljörðum króna. Isavia hefur gefið það út að flugvélin verði ekki látin af hendi fyrr en skuld WOW air verði greidd. Deilur ISAVIA og ALC Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Sveinn Andri ætlar ekki að koma nálægt kröfu Arion á hendur WOW Sveinn Andri Sveinsson, einn tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, fullyrti í dómsal í dag að hann myndi ekki koma nálægt kröfu Arion banka í þrotabú flugfélagsins. 10. apríl 2019 15:39 Isavia krafði flugvélaleigu um greiðslu skuldar WOW Í samkomulagi sem gert var milli Isavia og flugfélagsins WOW Air í september síðastliðnum var gengið út frá því að flugfélagið greiddi milljarðaskuld við Isavia í þrettán afborgunum, þá var einnig gerð krafa að ein flugvéla sem WOW hafði til umráða yrði kyrrsett á Keflavíkurflugvelli. 18. apríl 2019 10:28 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Sjá meira
Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, ALC, eigandi vélarinnar TF-GPA sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli, hefur lagt fram aðfararbeiðni í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti vélina af hendi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Morgunblaðið hefur upp úr aðfararbeiðninni að ALC fullyrði að Isavia skorti lagaheimild til að halda vélinni. ALC hafi til að mynda ekki verið tilkynnt um kyrrsetninguna fyrr en mörgum klukkustundum eftir að WOW air var úrskurðað gjaldþrota. Þá hafi Isavia farið á svig við eigin reglur með því að veita WOW air lánafyrirgreiðslu með þeim hætti sem gert var. Í aðfararbeiðninni komi einnig fram að flugvélaleigusalar muni forðast, takmarka eða jafnvel banna leigutökum véla sinna að beina þeim um Keflavíkurflugvöll vegna framgöngu Isavia í málinu. Þetta mat byggi ALC á því að reynslan af samskiptum við Isavia sýni að ekki sé tryggt að farið sé að lögum og reglum. Þá hefur Morgunblaðið eftir heimildum sínum að boðað hafi verið til fyrirtöku málsins í héraðsdómi á þriðjudag. Því hefur verið haldið fram að skuld WOW air við Isavia nemi um tveimur milljörðum króna. Isavia hefur gefið það út að flugvélin verði ekki látin af hendi fyrr en skuld WOW air verði greidd.
Deilur ISAVIA og ALC Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Sveinn Andri ætlar ekki að koma nálægt kröfu Arion á hendur WOW Sveinn Andri Sveinsson, einn tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, fullyrti í dómsal í dag að hann myndi ekki koma nálægt kröfu Arion banka í þrotabú flugfélagsins. 10. apríl 2019 15:39 Isavia krafði flugvélaleigu um greiðslu skuldar WOW Í samkomulagi sem gert var milli Isavia og flugfélagsins WOW Air í september síðastliðnum var gengið út frá því að flugfélagið greiddi milljarðaskuld við Isavia í þrettán afborgunum, þá var einnig gerð krafa að ein flugvéla sem WOW hafði til umráða yrði kyrrsett á Keflavíkurflugvelli. 18. apríl 2019 10:28 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Sjá meira
Sveinn Andri ætlar ekki að koma nálægt kröfu Arion á hendur WOW Sveinn Andri Sveinsson, einn tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, fullyrti í dómsal í dag að hann myndi ekki koma nálægt kröfu Arion banka í þrotabú flugfélagsins. 10. apríl 2019 15:39
Isavia krafði flugvélaleigu um greiðslu skuldar WOW Í samkomulagi sem gert var milli Isavia og flugfélagsins WOW Air í september síðastliðnum var gengið út frá því að flugfélagið greiddi milljarðaskuld við Isavia í þrettán afborgunum, þá var einnig gerð krafa að ein flugvéla sem WOW hafði til umráða yrði kyrrsett á Keflavíkurflugvelli. 18. apríl 2019 10:28