Eldurinn í bílageymslunni kviknaði af mannavöldum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. apríl 2019 11:46 Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. Stöð 2 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið við frumrannsókn á upptökum eldsins sem kom upp í bílageymslu að Sléttuvegi 7 á páskadagsmorgun. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum en eldur logaði í dekkjum þegar að var komið og hlaust af mikið tjón. Ekki mátti miklu muna að reykur bærist í stigagang hússins en slökkviliði tókst að forða því. Tíu bílar voru inni í bílageymslunni, margir þeirra sérútbúnir fyrir hreyfihamlaða. Húsnæðið er í eigu Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands.Sjá einnig: Gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum eftir brunannJóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir niðurstöðurnar í samtali við fréttastofu og óskar auk þess eftir því að þeir sem hafi orðið varir við mannaferðir í eða við Sléttuveg 7 á milli klukkan níu og tíu, setji sig í samband við lögregluna í gegnum síma 444-1000, eða á Facebook-síðu lögreglunnar eða með tölvupósti á netfangið abendingar@logreglan.is. Engar myndavélaeftirlitsvélar eru á svæðinu og því ekki hægt að kanna með mannaferðir í eða við staðinn. Jóhann Karl segir að bensínbrúsi hafi fundist á vettvangi. Hann hafi verið óbrunninn. Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs, sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fundað yrði með tryggingafélagi hússjóðsins í dag og að þá yrðu næstu skref ákveðin. Margir íbúanna sjá fram á það að eiga í erfiðleikum með að komast á milli staða þar sem bílar þeirra eru skemmdir eftir brunann. Vegna dekkjanna sem logaði í myndaðist mikil svartur reykur og lagðist sót yfir allt, sem meðal annars komst inn í bíla sem voru inni í geymslunni. Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar illa settir eftir brunann Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. 22. apríl 2019 12:12 Gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum eftir brunann Bruninn í bílageymslu fjölbýlishússins að Sléttuvegi 7 í gær hefur sett marga íbúa hússins í nokkuð erfiða stöðu. Húsið er á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, og margir íbúanna hreyfihamlaðir og reiða sig á sérútbúin ökutæki til þess að komast ferða sinna. 22. apríl 2019 18:45 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið við frumrannsókn á upptökum eldsins sem kom upp í bílageymslu að Sléttuvegi 7 á páskadagsmorgun. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum en eldur logaði í dekkjum þegar að var komið og hlaust af mikið tjón. Ekki mátti miklu muna að reykur bærist í stigagang hússins en slökkviliði tókst að forða því. Tíu bílar voru inni í bílageymslunni, margir þeirra sérútbúnir fyrir hreyfihamlaða. Húsnæðið er í eigu Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands.Sjá einnig: Gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum eftir brunannJóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir niðurstöðurnar í samtali við fréttastofu og óskar auk þess eftir því að þeir sem hafi orðið varir við mannaferðir í eða við Sléttuveg 7 á milli klukkan níu og tíu, setji sig í samband við lögregluna í gegnum síma 444-1000, eða á Facebook-síðu lögreglunnar eða með tölvupósti á netfangið abendingar@logreglan.is. Engar myndavélaeftirlitsvélar eru á svæðinu og því ekki hægt að kanna með mannaferðir í eða við staðinn. Jóhann Karl segir að bensínbrúsi hafi fundist á vettvangi. Hann hafi verið óbrunninn. Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs, sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fundað yrði með tryggingafélagi hússjóðsins í dag og að þá yrðu næstu skref ákveðin. Margir íbúanna sjá fram á það að eiga í erfiðleikum með að komast á milli staða þar sem bílar þeirra eru skemmdir eftir brunann. Vegna dekkjanna sem logaði í myndaðist mikil svartur reykur og lagðist sót yfir allt, sem meðal annars komst inn í bíla sem voru inni í geymslunni.
Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar illa settir eftir brunann Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. 22. apríl 2019 12:12 Gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum eftir brunann Bruninn í bílageymslu fjölbýlishússins að Sléttuvegi 7 í gær hefur sett marga íbúa hússins í nokkuð erfiða stöðu. Húsið er á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, og margir íbúanna hreyfihamlaðir og reiða sig á sérútbúin ökutæki til þess að komast ferða sinna. 22. apríl 2019 18:45 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum eftir brunann Bruninn í bílageymslu fjölbýlishússins að Sléttuvegi 7 í gær hefur sett marga íbúa hússins í nokkuð erfiða stöðu. Húsið er á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, og margir íbúanna hreyfihamlaðir og reiða sig á sérútbúin ökutæki til þess að komast ferða sinna. 22. apríl 2019 18:45