Innlent

David Attenborough vinnur verkefni á Íslandi

Birgir Olgeirsson skrifar
David Attenborough verður 93 ára í næsta mánuði.
David Attenborough verður 93 ára í næsta mánuði. Vísir/EPA

Sjónvarpsmaðurinn David Attenborough er staddur hér á landi í verkefni á vegum breska ríkisútvarpsins BBC. Attenborough er staddur úti á landi þessa stundina samkvæmt heimildum Vísis en staldrar stutt við, einhverja tvo til þrjá daga.

Attenborough var hér á landi í gær samkvæmt mbl.is, á Degi náttúrunnar. Íslenska framleiðslufyrirtækið True North þjónustar verkefnið hér á landi en forsvarsmenn fyrirtækisins vildu ekkert tjá sig í samtali við Vísi sökum þess að þeir eru bundnir trúnaði.

Attenborough verður 93 ára gamall í næsta mánuði en hann hefur verið ötull talsmaður náttúrunnar en nýr þáttur úr smiðju hans, Climate Change: The Facts, var frumsýndur á BBC fyrir skemmstu.


Tengdar fréttir

Attenborough berst áfram fyrir jörðina

Náttúruvísinda- og sjónvarpsmaðurinn Sir. David Attenborough heldur ótrauður áfram í baráttu sinni fyrir lífríki jarðar en hann kemur til með að fagna 93 ára afmæli sínu í næsta mánuði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.