Eyjamenn vonsviknir og saka Björgun um svik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2019 16:28 Krafa Bæjarráðs er að Vegagerðin finni tafarlaust dýpkunarskip sem hefur burði til þess að opna Landeyjahöfn. Fréttablaðið/Stefán Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir vonbrigðum með að sá tími sem gafst til dýpkunar um páskana hafi ekki verið nýttur sem skyldi. Telur bæjarráð það tvímælalaust vanefndir á samningi milli aðila um dýpkun hafnarinnar, þar sem verktakanum mátti vera það fullljóst fyrirfram að veður á páskadag og annan í páskum gaf gott tækifæri til dýpkunar. Sá tími var hins vegar ekki nýttur nema að litlu leyti. Því fóru dýrmætar klukkustundir í súginn þegar dýpkunarskip hefðu getað athafnað sig með góðu móti. Svo segir í fundargerð Bæjarráðs Vestmannaeyja en fundað var símleiðis með Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra í síma. Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að dýpkun Landeyjahafnar hafi gengið ágætlega í gær og í nótt. Um 3.000 rúmmetrar af sandi hafi verið fjarlægðir úr hafnarmynninu og um 2.000 rúmmetrar innan hafnar. „Hinsvegar er samkvæmt spánni óstöðugt veður framundan og ekki ljóst hvað hægt verður að dýpka mikið.“ Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum segjast margoft hafa ítrekað áhyggjur sínar af afkastagetu verktakans til dýpkunar. „Við það bætist nú að þrátt fyrir fögur fyrirheit og fullyrðingar um metnað verktakans til þess að dýpka þegar færi gefst, er lítið um efndir. Staðan er með öllu ólíðandi fyrir íbúa og fyrirtæki í Vestmannaeyjum,“ segir í fundargerðinni. „Krafa Bæjarráðs er að Vegagerðin finni tafarlaust dýpkunarskip sem hefur burði til þess að opna Landeyjahöfn. Að leitað verði út fyrir landsteinana að aðila sem getur sinnt verkinu og opnað höfnina án þess að það dragist lang fram á vorið. Ekki er boðlegt að dýpkunaraðili sem sinnir verkinu hafi hvorki tækjakost né metnað til þess og haldi þannig samfélaginu í Vestmannaeyjum í gíslingu. Ekki verður búið við ástandið lengur og er aðgerða þörf.“ Herjólfur Landeyjahöfn Rangárþing eystra Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Aðstæður oft verri en spáin Framkvæmdastjóri Björgunar segir áætlunina hafa verið þannig að Vegagerðin ætlaði að mæla núna fyrri partinn í dag. Því var flýtt um einn sólarhring. Núna séu þeirra menn og búnaður sé kominn á staðinn og fara á fullt í það að vinna sín verk. 22. apríl 2019 19:30 Búið að dýpka um þriðjung fyrir Herjólf Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. 23. apríl 2019 11:15 Björgun á leið í Landeyjahöfn til að dýpka Vegagerðin óhress með viðbrögð forsvarsmanna fyrirtæksins. 22. apríl 2019 13:43 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir vonbrigðum með að sá tími sem gafst til dýpkunar um páskana hafi ekki verið nýttur sem skyldi. Telur bæjarráð það tvímælalaust vanefndir á samningi milli aðila um dýpkun hafnarinnar, þar sem verktakanum mátti vera það fullljóst fyrirfram að veður á páskadag og annan í páskum gaf gott tækifæri til dýpkunar. Sá tími var hins vegar ekki nýttur nema að litlu leyti. Því fóru dýrmætar klukkustundir í súginn þegar dýpkunarskip hefðu getað athafnað sig með góðu móti. Svo segir í fundargerð Bæjarráðs Vestmannaeyja en fundað var símleiðis með Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra í síma. Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að dýpkun Landeyjahafnar hafi gengið ágætlega í gær og í nótt. Um 3.000 rúmmetrar af sandi hafi verið fjarlægðir úr hafnarmynninu og um 2.000 rúmmetrar innan hafnar. „Hinsvegar er samkvæmt spánni óstöðugt veður framundan og ekki ljóst hvað hægt verður að dýpka mikið.“ Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum segjast margoft hafa ítrekað áhyggjur sínar af afkastagetu verktakans til dýpkunar. „Við það bætist nú að þrátt fyrir fögur fyrirheit og fullyrðingar um metnað verktakans til þess að dýpka þegar færi gefst, er lítið um efndir. Staðan er með öllu ólíðandi fyrir íbúa og fyrirtæki í Vestmannaeyjum,“ segir í fundargerðinni. „Krafa Bæjarráðs er að Vegagerðin finni tafarlaust dýpkunarskip sem hefur burði til þess að opna Landeyjahöfn. Að leitað verði út fyrir landsteinana að aðila sem getur sinnt verkinu og opnað höfnina án þess að það dragist lang fram á vorið. Ekki er boðlegt að dýpkunaraðili sem sinnir verkinu hafi hvorki tækjakost né metnað til þess og haldi þannig samfélaginu í Vestmannaeyjum í gíslingu. Ekki verður búið við ástandið lengur og er aðgerða þörf.“
Herjólfur Landeyjahöfn Rangárþing eystra Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Aðstæður oft verri en spáin Framkvæmdastjóri Björgunar segir áætlunina hafa verið þannig að Vegagerðin ætlaði að mæla núna fyrri partinn í dag. Því var flýtt um einn sólarhring. Núna séu þeirra menn og búnaður sé kominn á staðinn og fara á fullt í það að vinna sín verk. 22. apríl 2019 19:30 Búið að dýpka um þriðjung fyrir Herjólf Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. 23. apríl 2019 11:15 Björgun á leið í Landeyjahöfn til að dýpka Vegagerðin óhress með viðbrögð forsvarsmanna fyrirtæksins. 22. apríl 2019 13:43 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Aðstæður oft verri en spáin Framkvæmdastjóri Björgunar segir áætlunina hafa verið þannig að Vegagerðin ætlaði að mæla núna fyrri partinn í dag. Því var flýtt um einn sólarhring. Núna séu þeirra menn og búnaður sé kominn á staðinn og fara á fullt í það að vinna sín verk. 22. apríl 2019 19:30
Búið að dýpka um þriðjung fyrir Herjólf Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. 23. apríl 2019 11:15
Björgun á leið í Landeyjahöfn til að dýpka Vegagerðin óhress með viðbrögð forsvarsmanna fyrirtæksins. 22. apríl 2019 13:43