Innlent

Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys nærri Húnaveri

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá Brunavörnum Austur-Húnvetninga á vettvangi slyssins í kvöld
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá Brunavörnum Austur-Húnvetninga á vettvangi slyssins í kvöld Brunavarnir Austur-Húnvetninga
Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu auk sjúkraflutningamanna á Blönduósi og lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálf tíu í kvöld um alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduós, skammt vestan við Húnaver.Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu, staðfestir að slys hefði orðið og að vinna á slysavettvangi sé enn í gangi. Hann segir bifreið hafa oltið út af veginum neðst í Bólstaðarhlíðarbrekku. Einn sé slasaður en ekki fást frekari upplýsingar.Þá var óskað eftir aðstoð áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar og segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingarfulltrúi Landhelgisgæslunnar, að TF-LÍF hafi haldið norður rétt eftir klukkan tíu.Uppfært klukkan 22:46

Þjóðveginum um Langadal hefur verið lokað að beiðni lögreglu og er hann lokaður um óákveðinn tíma vegna slyssins. Hjáleið er um Þverárfjallsveg á meðan lokunin varir, sem björgunarsveitir sjá um.Uppfært klukkan 23:25

Aðgerðir standa enn yfir á vettvangi. Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri, segir aðstæður ágætar. Tíu stiga hiti, smá stekkingur og hálfskýjað. Hann segir aðstæður á veginum einnig góðar.Uppfærð klukkan 23:40

Búið er að opna veginn aftur fyrir umferð. 

Slysið varð á þjóðveginum innst í Langadal, nærri Húnaveri
Sjúkrabílar og slökkvibíll frá Blönduósi. Myndin er úr safniVísir/JóhannK

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.