Innlent

Skilorð fyrir brot gegn stúlku

Ari Brynjólfsson skrifar
Dómurinn var kveðinn upp í gær.
Dómurinn var kveðinn upp í gær. Vísir/Hanna

Karlmaður sem særði blygðunarsemi ungrar stúlku árið 2017 var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn sendi stúlkunni ljósmynd af fólki í kynferðislegum athöfnum og klæmdist við hana í farsíma.

Lögmaður stúlkunnar krafðist miskabóta upp á eina milljón króna, en þar sem sérfræðigögn lágu ekki fyrir um afleiðingar brotsins var honum gert að greiða stúlkunni 200 þúsund krónur, ásamt hálfri milljón í þóknun lögmanna.

Maðurinn neitaði sök við þingfestingu málsins en játaði svo við þinghald í gær. Bað hann stúlkuna afsökunar á háttsemi sinni. Mat héraðsdómur það til refsiþyngingar að brotið hefði verið mjög gróft og maðurinn haft einbeittan brotavilja.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.