Lífið

Emila Clarke birtir skondna mynd af sér og Kit Harington á Laugaveginum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Emila Clarke og Kit Harington á góðri stundu.
Emila Clarke og Kit Harington á góðri stundu. vísir/getty

Leikkonan Emila Clarke birtir skemmtilega mynd af sér og Kit Harington að spauga á Laugaveginum þegar þau voru hér á landi við tökur á Game of Thrones á sínum tíma.

Myndina má finna á Instagram-reikningi Clarke en hún fer með hlutverk Daenerys Targaryen í þáttunum og Kit Harington leikur Jon Snow.

Þegar nú er komið við sögu í þáttunum er einmitt samband þeirra að verða alvarlegra. En þau kunna greinilega að hafa gaman eins og sjá má hér að neðan.

Game of Thrones eru sýndir á Stöð 2 en fjallað var ítarlega um annan þátt nýjustu þáttaraðarinnar á Vísi í dag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.